Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Side 50
40
sonar, ValgeríSar Þorsteinsdóttur, og tali'ð að þau hafi
búið allmörg ár í Pembina-sýslu, og síðan flutt til Mouse
River bygðar. Job giftist ekki Valgerði fyr en til Mouse
River bygðar var komið. Sagt er að ekki greini frá börn-
um þeirra hjóna, er frásagan er rituð. Jakob sonur
þeirra er póstafgrei'öslumaður í Upharn og Magðalena
dóttir þeirra er gift innlendum manni í Indíana ríki.
Á bls. 416 er nefndur Sveinbjörn Jóhannesson frá
Veðramóti í Skagafirði, og synir hans Sveinn (á að vera
Sveinhjörn) og Guðmundur. Er þetta ruglingur. Svein-
björn þessi var föðurbróðir en ekki faöir þeirra Svein-
björns og Guðmundar. Faðir þeirra hét Guðmundur Jó-
hannesson. Er þess getið að eftir lát foreldra þeirra, hafi
bræðurnir flutt burt úr byg'ðinni. Guðmundur hefir aldr-
ei flutt burt úr bygðinni. Býr enn búi sinu hálfa aðra
mílu norð-austur af Mountain og á stóra fjölskyldu.
Hvert mannsbarn í Mountain-bygö hefði getað leiðrétt
þessa villu, ef upplýsinga’hefði verið leitað. — í þessu
sambandi má geta þess að á bls. 378 er sagt frá því að
Ingibjörg, dóttir Sigfúsar Bjarnasonar, hafi veri'ð gift
Sveini (á að vera Sveinbirni) Guðmuridssyni Jóhannes-
sonar við Mountain. Fyrri kona Sveins hét að vísu Ingi-
björg, en var dóttir Benedikts Péturssonar og konu hans
Sigunbjargar.
Á bls. 386, þegar börn Friðbjörns Björnssonar eru
talin, er Árna syni hans, sem enn þá býr í grend við
Mountain, slept úr. Slæm úrfelling eins og allir vita,
sem Árna þekkja, því hann er einn af mætustu mönnum
byg'ðarinnar. Á sömu bls. er Gunnlaug (á að vera
GunnelJ dóttir Bjarna Bjarnasonar, talin gift Tryggva
Friðrikssyni. Á að vera Friðriki Halldórssyni.
Á bls. 398 stendur Jón Tolmer og Sigmundur Tolmer.
Á að vera Folmer.
Á bls. 401 er Guðni Gestsson látinn giftast Önnu