Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 53
43
AÖ telja Grím Thordarson (Tls. 282) tilheyrandi
Fjallabygðinni er villa. Hann tilheyrði Garðar.bygöinni.
Ekki er þess getið um Nikulás Jónsson fbls. 217J að
hann haföi verið hálfbróðir séra Jóns Bjarnasonar í Win-
nipeg. Eru þó tilfærð systkini hans. Á sömu blaðsíðu
er Jónas Jónsson nefndur Jón.
Flér ætla eg að láta staðar numið með að benda á
villur þessa kafla, ekki vegna þess að tilefnið til þess sé
þrotið, heldur vegna þess að eg tel óþarft að færa frekari
sönnun fyrir þvi að hér er aö ræða um mjög mikla óná-
kvæmni. — Auk beinna missagna er víöa slept að geta
þess um menn, sem markverðast er þeim viðvíkjandi. T.
d. er þess ekki getið um Sigurð Sigurðsson ísfeld að
hann hafi verið skáldmæltur. Stóð hann þó frama'r í því
efni mörgum, sem gefið hafa út ljóðabækur. Birtust
mörg kvæði eftir hann í Heimskringlu. — Óviðkunnan-
legt er að lesa í köflum, sem eiga að vera eftir eigin hand-
riti, hól um þann, sem veriö er að greina frá. Orsökin
eflaust sú, að í mörgurn tilfellum eru þetta ekki eigin
handrit, þó þau séu talin það. Eru til þess glögg merki.
Ekki vil eg fara út í það að benda á þá ótalmörgu, sem
fallið hafa ur, þar sem það er nú viðurkent af höf. En
viðkunnanlegra hefði veriö að sú greinargerð hefði verið
> formála bókarinnar, en aö skýra frá því á eftir. — Sem
dærni þess hve ólíkri meðferð rnenn sæta í þessum kafla,
má nefna tvo fyrstu landnemana í Garðar-bygð, Sigurjón
Sveinsson og Benedikt Jóhannesson. Um Sigurjón eru
sjö blaðsíður af lesmáli. Um Benedikt tuttugu línur. Að
það hafi verið slíkur mismunur á mönnum nær engri
átt.
Ekki álít eg að misfellur þær hinar mörgu, sem eru á