Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Side 74
64
gullsmið Þorsteinssyni á Akureyri, og á Víðivöllum í
Fnjóskadal. — Árið 1883 tóku þau hjón, ISigurður og
Þóra sig upp og fluttu vestur um haf. Komu þau til
Winnipeg, en voru þar skamma stund. Þaðan fluttu
þau norður í Nýja íslandi og tojuggu á Möðruvöllum
við íslendingafljót liðug þrjú ár. Þá átti Sigtryggur
Jónasson Möðruvellina, en þeir Sigurður og hann eru
bræðrasynir. Frá Möðruvöllum flutti Sigurður ásamt
fjölskyidu sinni vestur til Argyle og nam land í Cyp-
ress hólunum svo kölluðu, en hafði pósthús í Glenboro.
Þar bjuggu þau hjón þar til 1902, að þau fluttu vestur
að hafi, og keyptu landblett skamt fyrir sunnan Blaine
og hafa búið þar síðan. — Af ellefu börnum þeirra
hjóna, lifa þessi: Sigríður, kona Jóns Magnússonar
Jónssonar frá Fjalli í Skagaf. til heimilis í New West-
minster, B.'C.; Tryggvi, giftur ísl. konu, toýr í Sask ;
Indriði, giftur og til heimilis að Baldur, Man.; Jón,
býr nú með eða fyrir foreldra sína og annast þau;
Nikólína gift innl. manni, og Sigurtojörg, kona Guð-
mundar bónda Norman í Argyle-bygð.
Sigurður er prýðisvel gefinn maður og hinn höfð-
inglegasti að sýn, þrátt fyrir háan aldur; en nú er þó
heilsan mjög farin að bila. Þóra kona hans er og val-
kvendi ()11 eru börn þeirra hin mannvænlegustu, og
Jón, sonurinn, sem heima er, ágætur söngmaður og
drengur hinn bezti. -KitaS 1925
Sigurður lézt 3. marz 1926.
Bjarni Pétursson, sonur Péturs Guðmundssonar og
Þorgerðar dóttur Bjarna hreppstjóra, sem lengst bjó að
Stafafelli í Fellnahrepp. Hann er fæddur 1848 að Rang-
árlóni í Jökuldalshrepp og alinn upp á þeim stöðvum.
Hann kom að heiman 1876 og flutti strax norður til Nýja
íslands, nam land og bjó þar nokkur ár. Þá flutti hann
til Norður Dakota og nam land i Akra-bygð, og bjó á
þeim slóðum urn 25 ár. Til Blaine fluttist hann árið