Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Side 84
74
en við hva<5a vinnu sem fyrir fanst á sumrum. Þótti
hann harÖsóttur og duglegur vi'S fiskdráttinn, en sú vinna
var ekki heiglum hent. ÁriÖ 1902 fluttu þau hjón vest-
ur að hafi, keyptu nokkrar ekrur skamt frá Blaine og
hafa búiÖ þar síÖan. Framan af vann SigurÖur hér á
sögunarverkstæðum, en hafÖi húskapinn í hjáverkum, eins
og fleiri, enda þurfti mikils meö. Börnin voru fimm—
öll ung, og efni lítil. En konan var dugleg og ráÖdeildar-
söm og þeim hefir farnast vel. Börnin eru öll uppkomin
og hin mannvænlegustu. Þau eru: Vilhjálmur, Gísli,
Súsanna, Guörún og Sigurlín.. Vilhjálmur og Súsanna
gift— ekkert þeirra heima. SigurÖur var nokkur ár i
skólastjórn i skólahéraði sínu og lét þar all-mikið til sín
taka. Hann er skýr maður, fáskiftinn um flesta hluti, er
hann engu varðar, gestrisinn og gamánsamur, þegar hann
gefur sér tima og menn heimsækja hann; minnisgóður er
hann og kann frá mörgu að segja frá liðnu tímunum;
heljarmenni að burðum og harðfengur að sama skapi.
Hann hefir orðið fyrir þremur áföllum, sem hvort um sig
var nóg til að drepa hvern meðal mann. Fyrst varð hann
fyrir býl og axlarbrotnaði, auk annara smærri innvortis
og útvortis áverka. Næst lenti hann með hægri hand-
leginn í tannhjólið á sögunarmylnu, mundu þar flestir
menn hafa allir farið, en Sigurður spyrntist við, meðan
hjólin tugðu handlegginn upp fyrir olnboga, þá tókst hon-
um að slíta sig lausan og gekk þar frá óstuddur. í þriðja
sinn féll hann af heyhlassi, og meiddist svo, að síðan hef-
ir hann ekki boriö sitt bar. Eru nú 4 ár síðan, segist
hann aldrei muni af því jafngóður verða. Samt ber hann
sig karlmannlega og er glaður og kátur.
Kristján Sveinsson var fæddur 1855 á Hrollaugsstöð-
um í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu. Fluttist
frá íslandi til Minnesota 1885, þaðan til Helena, Mont.