Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 89
79
staSnæmdist í Winnipeg og var þar næstu tvö ár. ÞaSan
flutti hann til Hallson, N. Dak, ásamt fyrri konu sinni
Halldóru SigurÖardóttur og bjó þar fimm ár Þá fór
hann feinnpj vestur aÖ hafi, var tvö ár í Seattle og Bell-
ingham. Hvarf þá heim til íslands, en dvaldi þar aðeins
eitt ár. Kom vestur aftur og var um hríð í Selkirk og
Winnipeg. Árið 1895 fór hann enn vestur að hafi, og
var þá í Seattle fram um aldamótin. Þá flutti hann til
Marietta, Wash, og var þar i tíu ár. Árið 1910 flutti
hann til Blaine, keypti 10 ekrur, bygði þar snoturt heim-
ili og vann landið vel. Síðan seldi hann það, en kevpti
annað skamt frá og bjó þar, þangað til dauðinn kallaði
hann heim 1925.. Óli Dalmann var vandaður ír.aður.
Seinni kona hans var Helga, dóttir Skapta Helgasonar og
Margrétar Bjarnadóttur, sem lengi bjuggu að Ditlu-
Tungu í Miðfirði, Húnavatnss., og þaðan voru foreldrar
hennar upprunnir. Helga er fædd 1866, kom vestur um
haf til Marietta, Wash. 1902, giftist Óla Dalman 1904 og
kom með honum til Blaine. Börn þeirra eru: Rósa,
Daníel Ross og Stefán. Daníel lézt skömmu á undan
föður sínum. Ekkjan býr nú með börnum sínurn tveim-
Páll Stmonarson Guðmundssonar og Þórunnar Samú-
elsdóttur er fæddur á Syðri-Rotum í Rangárvallasýslu
1862. Foreldrar hans bjuggu nokkur ár á ofannefndum
bæ og var Páll þar með foreldrum sínum. Hann kom að
heiman til Winnipeg 1893, fluttist til Sekirk, Man. og var
þar þangað til 1902 að hann fluttist vestur að hafi, var
eitt ár í Bellingham, og síðan í Blaine. Keypti land um 4
milur frá bænum og hefir búið þar síðan. Kona Páls er
Sigríður dóttir Brynjólfs Jónssonar prests í Vestmanna-
eyjum, og systir doktor Gísla Brynjólfssonar í Kaup-
mannahöfn. Sigríöur er fædd 1868 í Vestmannaeyjum