Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Qupperneq 94
84
Guðmundur Hjálmsson er fæddur 1852 a‘ð Kúskerpi i
vSkagafirði, þar bjuggu foreldrar hans, Hjálmur Eiríks-
son og Oddný Guðmundsdóttir, bæði skagfirzk. Guð-
mundur ólst upp hjá foreldrum sínum. Kona Guðmund-
ar er Sigurlaug dóttir Guðmundar ísleifssonar Bjarna-
sonar af Skíðastaða-ætt svo nefndri, og Guðbjargar Eyj-
ólfsdóttur Ólafssonar í Valadal. Bjuggu þau hjón á Haf-
grímisstöðum í Skagafirði og þar var Sigurlaug fædd
1854 og síðan uppalin. Hún giftist Guðmundi 1879,
bjuggu þau hjón nokkur ár þar heima en fluttu vestur um
haf 1887, settust þau að skamt frá Htallson, N. Dak. á
landi, sem þau leigðu. Næst bjuggu þau nálægt Sand-
hæðunum nokkur ár. Þaðan fluttu þau til Canada, og
námu land í Leslie-bygð Sask. Árið 1911 seldu þau þetta
land sitt og fluttu til Dunkin, Mont., námu þar einnig
land og bjuggu þar rúm sex ár. Þaöan fluttu þau til
Augusta, Mont. og voru þar rúm þrjú ár. Árið 1921
fluttu þau til Blaine ásamt dóttur sinni og tengdasyni,
Áskeli Brandssyni getið hér að framan og búa nú í sínu
eigin húsi á landi þeirra hjóna. Þau Guðmundur og Sig-
urlaug hafa átt fimm börn, lifa nú þrjú af þeim. Þau
eru Kristófer, kvongaður og býr í Alta, Can., Vilhelm,
einnig kvongaður, býr í Tacoma, Wash., og Oddný kona
Áskels Brandssonar—getið hér að framan. Bæði eru þau
hjón ágætis manneskjur. Hún er talin vel hagorð.
Svo er sagt að Ólafur í Valadal hafi verið þrigiftur og
hafi átt fjölda barna. Einu sinni er séra Eggert í Glaum-
bæ var kallaður þangað til að skíra barn að vetrarlagi á
hann að hafa kveðið visu þessa:
“Þó veðrið skaði hest og hal
hart, á fömum vegi;
verður að skíra í Valadal
vel þó falli eigi.”
Og þegar heim kom, kvað prestur enn: