Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Side 95
85
“Ve'ðrÖi skellir hesti og hal,
hvergi áfram gengur.
Vil eg ei skira í Valadal
á vetrardegi lengur.”
Stefán Jóhann Guðmundsson er sonur Guðmundar
Magnússonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur, og fæddur
á Kleifárvöllum í Miklholtshrepp, Snæfellsnessýslu. Kom
til Canada 1886. Fyrstu árin vann hann á ýmsum stöð-
um í Manitoba og Minnesota. Vestur að hafi fór hann
1890, vann eitt ár i Séattle, og fór þá austur aftur. Árið
1898 fór hann alfarinn vestur að hafi. Árið 1904 stað-
næmdist hann í Blaine, keypti nokkrar ekrur af landi um
4 mílur frá bænum og bjó þar til dauðadags, en hann bar
að 1924. Stefán var dugnaðar og ráðdeildarmaður, vel
greindur, en nokkuð dulur í skapi. Um mörg ár vann
hann við vatnsverkið i Blaine, en bjó á landi sinu jafn-
framt og farnaðist vel, enda var konan hans mesti víking-
ur til vinnu og vel samhent honum um búskapinn, lifir
hún mann sinn og heitir Sigurveig, er fædd 1879 að Borg-
areyri í Stóradalskirkjusókn í Rangárvallasýslu. For-
eldrar hennar voru Guðmundur Guðlaugsson og Þórunn
Samúelsdóttir er þar bjuggu þá. Sigurveig kom vestur
um haf 1903, var nokkur ár i Selkirk, Man. Til Blaine
kom hún 1908 og giftist Stefáni skömmu seinna. Býr
hún nú með sonum sínum. Þeir heita Njáll Darvin 0g
Norman.
Jón Jónasson, Jónssonar og Ingibjargar Guðmunds-
dóttur, er fæddur 1855 að Krossi í Haukadal í Dalasýslu.
Þar bjuggu foreldrar hans lengi og hjá þeim ólst hann
upp. Kom vestur um haf til Winnipeg 1883, var þar að-
eins stutta stund, flutti þaðan til Hallson, N. Dak., nam
þar land og bjó þar í 22 ár. Er því landnámsmaður á
Almanakl928. 4.