Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 99
89
í Hnappadalssýslu 1848. Var hjá foreldrum sínum þang-
að til hann misti móöur sína þá átta vetra gamall—um
nafn hennar vitum vér ekki. Fór hann þá aS Arnar-
stapa í s. s. og var þar eitthvað. Hann mun hafa komið
giftur að heiman og eiga eina dóttur frá því hjónabandi
nú löngu fullorðna. Hvenær hann kom að heiman er
einnig óvíst, en eitthvað var hann í Winnipeg. Vestur að
hafi til Seattle fór hann 1892. Var þar næstu ár. Þaöan
flutti hann til Marietta, Wash. 0g var þar rúm 5 ár. En
til Blaine 1907. Keypti nokkrar ekrur sunnan við Blaine
og bygði sér þar laglegt heimili. Og þar lézt hann 1923.
Daníel var að ýrnsu leyti mjög merkur maður, prýðilega
greindur og las mikið og vel. Smiður var hann ágætur
á tré og járn. Mun hann hafa stundað smíðar meiri
hluta æfinnar þangað til hann kom til Blaine. Var þá
heilsan mjög á förum. En á fó-tum var hann oftast,
þegar flestir aðrir menn hefðu álitið sig illa haldna í
rúminu. Ráðskona hans um mörg ár var Bergrós Jóns-
dóttir Ólafssonar ættuö úr Eyjafjarðarsýslu. Móðir
hennar var Þórey Gísladóttir ættuð úr sömu sýslu. Berg-
rós ólst upp hjá foreldrum sínum. Kom að heiman 1873,
og fór til Nýja íslands með manni sínum Flóvent Jóns-
syni Flóventssonar, sjá sögu hans, Almanak 1916. Frá
Nýja íslandi fór hún til Winnipeg, og þaðan vestur að
hafi. Hún er góð og ráðvönd kona og reyndist Daníel
vel. Hún hefir nú heimili hjá Magnúsi Friðrikssyni og
konu hans.
Bryjnólfur Jónsson er fæddur að Hraunprýði í Hafn-
arfirði. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Þórunn
Gunnarsdóttir, sem um mörg ár bjuggu á ofangreindum
bæ og munu þau bæði hafa verið ættuð úr þeirri sýslu.
Brynjólfur ólst upp meö foreldrum sínum að mestu.
Kom vestur um haf ásamt bróður sínum Sigurjóni bónda