Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Qupperneq 106
96
dýpstu trúarbragðaleg viÖfangsefni, svo sem guÖ, himna-
ríki, lífiÖ eftir dauÖann, Jesús Kristur og guðdómur
hans.”
Um þrjú til fjögur ár hafði Wallace verið að hugsa
um efni i sögu frá Gyðingalandi. Hann hafði leitað í
þing-bókasafninu i Was'hington að bókum, sem snertu
sögu Gyðinga, og hafði í raun og veru lokið við sögu,
sem átti að koma út mánaðarlega í tímariti. Það var sú
saga, sem varð nokkur hluti af “Ben Hur,” sögunni, sem
hann byrjaði á eftir samtalið við Ingersoll.
Ritaði Lew Wallace “Ben Hur” í þeirri von að koma
trúarskoSunum sínum á fastan grundvöll ?
“Eg reikaði aleinn í myrkri,” sagði hann eftir sam-
talið við vantrúarmanninn mikla,” nema að því leyti sem
manns eigin hugsanir geta verið manni samfélag, gott
eða ilt. Eg fékk ekki hrakið burt úr huga mínum, hversu
stórfengilegt söguefni þetta væri.
En þekkingarleysi mitt var eins og kolsvartur mökkur
mitt í myrkrinu. Eg fyrirvarð mig fyrir það, og játa
fúslega, að mér fanst eg vera mjög litillækkaður þess
vegna. Og það varð til þess aö eg afréð að kynna mér
alt efnið frá rótum, aðeins vegna ánægjunnar, sem eg
gæti haft af þvi, að hafa einhverja sannfæringu.
Óðara risu upp í huga mínum ýmsar spurningar um
það, hvernig eg ætti að haga rannsókn minni. Átti eg að
fara að róta í guðfræði? Mig hrylti við þvi. Mér hafði
ávalt virzt guðfræði prófessoranna vera eins og feykna-
djúp gröf, full af ibeinum gagnslausra heilabrota.
En þá voru stólræðurnar og biblíuskýringarnar.
Þegar eg hugsaði til þeirra, fann eg sárt til þess, að lífið
er stutt. Nei, eg afréð að lesa biblíuna, guðspjöllin fjög-
ur, og treysta á sjálfan mig.”
Wallace hafði aldrei tækifæri til þess að heimsækja
landið helga, fyr en eftir að “Ben Hur” var kominn út