Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Qupperneq 107
97
og eftir að Garfield forseti hafði útnefnt hann sendi-
herra til Tyrklands. Um landið helga ritaði hann þetta:
“Eg varð að vera fær um að mála það, stöðuvötnin,
jörðina og loftið þar með réttum litum. Gagnrýnendurn-
ir mundu ekki afsaka neinar villur hjá mér.
Eg las verðlista yfir bækur og landabréf og sendi
eftir öllu þvi, sem líkindi voru til að gæti orðið mér að
liði. Meðan eg ritaöi, hafði eg stöðugt landabréf af
landinu helga liggjandi fyrir framan mig—það var þýzk
útgáfa, sem sýndi þorp og bæi; alla helga staði, hæðir
og dali, fjallaskörð, vegi og fjarlægðir.
Einu sinni fór eg til Washington og þaðan til Boston,
aðeins til að leita til hlítar í bókasöfnum þar eftir upp-
lýsingum um það, hvernig árarnar hefðu verið gerðar
á stærstu rómversku herskipunum.”
Wallace ritaði mikinn hluta sögunnar heima hjá sér í
Crawfordsville í Indiana. Síðustu kapítularnir voru að
mestu leyti ritaðir að næturlagi við óvandað borð úr
grenivið , leyniherbergi í afturhluta ríkisstjórahússins í
Santa Ee í New Mexico. Þar var Wallace hjálendu-
stjóri um hríð. Hann skrifaði þaðan heim til sín í bréfi
eitt sinn, að nú væri hann að reyna að stjórna þingi,
sem væri fult af flokkadrætti, hafa eftirlit með stríði við
Indíána og ljúka við bók. “Billy the Kid,” kornungur
ræningi, sem hafði sloppið úr fangelsi, hét því með miklu
stærilæti, að þegar hann væri búinn að drepa lögreglu-
stjórann og dómarann, skyldi hann ríða inn á torgið í
Santa Fe, binda hestinn sinn fyrir framan ríkisstjóra-
húsið og senda kúlu í gegnum Eew Wallace.
Wallace vildi mjög litið tala um ánægju þá, sem
hann hefir hlotið að hafa af vinsældum þeim, sem bók
hans naut. “Eg var farinn að trúa á guð og Krist löngu
áður en eg hafði lokiö við bók mína,” sagði hann. “Ben
Hur” var svar hans til Ingersolls og um leið svar við