Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 113
103
nes's, hún málaði upp hvert segl og reiða á fiskiskipunum
svo þau sýndust eins og logandi kertahjálmar viÖ sjón-
deildarhringinn. ÞaÖ var dúnalogn, þaÖ blakti ekki hár
á höföi, eða lauf á kvisti, fjörðurinn frá landi til hafs
spegil sléttur, rauÖbleikur af geislum miðnætursólarinnar.
eins og bráÖinn kopar í deiglu. Heilög þögn og ró
hvíldi yfir öllu. Þaö eina ,sem heyrðist í þessari himn-
esku næturkyrð var samtal þeirra Kolknár og Sandár.
Þær voru aÖ segja hvor annari æfisögu sína. Þær byrj-
uöu á æskuárunum, þegar þær voru að ná fyrsta þrosk-
anum heirna hjá foreldrum sínum, Jökli og Bungu. Þær
höfðu heyrt þess getið að voldugur konungur byggi að
Ósi. Hann ætti níu dætur gjafvaxta, sem dönsuðu og
léku fyrir hirðinni í höll konungsins. Að Ósi var gaman
að koma og dansa með konungsdætrunum. Þessar fjall-
bornu systur lögðu svo af staö. Enn urðu ekki sam-
nrála um hvaöa stefnu skyldi fylgja, tóku svo sína stefn-
una hvor og hlupu alt hvað fætur toguðu. Margt mót-
drægt og örðugt hafði mætt þeirn á ferðalaginu: fjöll og
hálsar höfðu spyrnt við þeim fæti og hrynt þeim frá
sér, við það breyttist stefnan og lengdist leiðin, Dag og
nótt héldu þær ferðinni áfram, þó seint gengi. Oft hafði
veturinn mætt þeim. Stundum blíður og hýr á svipinn,
en þó miklu oftar hastur og hranalegur. Þá fyrirbauð
hann þeirn alt frjálsræði og hnepti þær í fjötur frosts og
snjóa. 1 þessum næðing sátu þær, þar til sólin og vorið
leystu af þeim þessi fjötur. Nú var frelsið notað, og
haklið áfrarn dag og nætur. Loksins komust þær að ósi,
°g alla leið að hallardyrum konungsins. Þar stóðu kon-
ungsdæturnar með skrautfalda á höfðunum, hlæjandi út
að eyrum, gripu þær svo með annari hendi og köstuðu
Þeim upp á háhest sinn og báru þær inn i höllina, upp
frá ]nú vissu þær ekkert um tilveru sína.. Svona hafði
það gengið ár eftir ár og öld eftir öld og enn var ferð-