Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Page 119
109
Það eina, sem eg get vonað, er að þér, háttvirtu
dóniarar, vilduð sýna mér þá líkn, að hræra svo
mildi landsstjórans fyrir mína hönd, að honum
mætti þóknast að gefa mér eftir mína sekt. Þetta
er í fimta sinn, mínir háttvirtu lierrar, sem eg er
dregin franx fyrir rétt yðar, fyrir hina sömu sök.
Tvisvar hefi eg goldið sekt og tvisvar hefir mér
verið refsað opinberlega, sökum þess að mig brast
fé til þess að horga sekt mína. Þetta hefir ef til
vill verið velþóknanlegt í augum laganna, um það
vil eg eigi deila,, en þar sem lög eru stundum órétt-
lát í sjálfum sér, og eru þess vegna úr gildi nurnin,
og þar sem önnur lög eru of ströng fyrir þann, sem
þeim á að hlýöa, undir vissum og sérstökum kring-
umstæðum, og með því að þessa vegna að vald er
gefið til þess að draga nokkuð úr strangleika þeirra,
þá leyfi eg mér að segja að þau lög; sem mér er
refsað eftir, eru bæði í sjálfum sér ranglát og eink-
um og sér í lagi ströng gagnvart mér, sem ávalt
hefi lifað heiðarlegu lífi hér á þessum stöðvum,
þar sem eg er fædd. Og eg skora á mína óvini
(séu þeir nokkrir til) að segja, að eg hafi gert
nokkrum manni, konu eða barni rangt til. Einblíni
maður ekki á lögin, fæ eg ekki séð, háttvirtu dóm-
arar, í hverju brot mitt liggur. Eg hefi fætt af mér
fimm hraust börn og lagt líf mitt í sölurnar, eg hefi
unnið sómasamlega fyrir þeim og ekki orðið sveit-
inni til neinnar byrði, og hefði gert það betur, ef
eg hefði ekki þurft að greiða þungar sektir, sem eg
hefi oröið að gera. Getur það verið glæpur (sam-
kvæmt öllu eðli hlutanna, á eg við) að bæta við
þegna hans hátignar konungsins, í nýju landi, þar
senx er skortur á fólki? Eg verð að játa, að mér
finst það vera lofsvert miklu fremur en hegningar-
vert. Eg hefi ekki tælt eiginmann nokkurrar ann-
arar konu og heldur engan ungan svein; slíkt hefir
mér aldrei verið að sök gefið; og enginn hefir held-
ur neina ástæðu til þess að kvarta, nema ef vera
skyldi presturinn eða dómarinn, þar sem eg hefi