Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1928, Blaðsíða 132
122
vatnssýslu; tvígift, fyrri maöur Sigurður FriSriksson; síð-
ari Björn Guömundsson, póstur.
25. Sæmundur Jónsson Borgfjörð í Winnipeg.
27. Signý Vilhjálmsdóttir ekkja Sveins Sigurðssonar við I-Iúsa-
viclc pósthús í N. ísl. —- Vilhjálmur Steinmóðsson og Hall-
friður Bessadóttir voru foreldrar hennar. Fædd á Dalhús-
um á Langanesströnd 20. jan. 1842.
27. Jóhanna Porfinnsdóttir að Dafoe, Sask., ekkja eftir Björn
Björnsson frá Róðhóli I Siglufirði (d. 1907), dóttir por-
finns Jónssonar og Sæunnar Porsteinsdóttur. Fædd á Hóli
í Siglufiröi 1852.
FEBRÚAR 1927.
2. Jón Jónsson að Akra í N. Dak., 82 ára.
4. Karítas Jónsdóttir, kona Jónasar bónda Brynjólfssonar við
Winnipegosis, Man.; foreldrar Jón Brandsson og Margrét
Gunnarsdóttir;fædd í Nýjabæ á Álptanesi 18. apríl 1864.
Fluttist hingað til lands með fimm börn sín frá Reykja-
vík 1910, þá ekkja eftir pórarinn Guðmundsson.
4. Anna Friðrika, kona Ágústar pórðarsonar bónda við Svold
í N. Dak.; 36 ára.
5. Sigríður Hansdóttir, til heimilis á Betel á Gimli, 84 ára.
5. porgerður Jónsdóttir Hördal, kona Halldórs Sigurðssonar
í Winnipeg. Rúmlega fertug.
7. Valgerður kona Jóhannesar Gillis. Fædd 26. febr. 1852
á Skarðsströnd í Dalas.
11. ögn Magnússon, kona til heimilis í Seattle, Wash.; 60 ára,
12. Sigurður Árnason í Selkirk, frá Höfnum á Skaga í Húna-
vatnssýslu. Fluttist hingað til lands 1882; 65 ára.
18. Ágúst Steinólfsson í Cavalier, N. Dak.; 36 ára.
19. Guðbjörg, kona Páls Jóhannssonar við Edfield, Sask. For-
eldrar hennar voru Jóhann Steinn Jóhannsson og Guðbjörg
Eyjólfsdóttir. Fædd á Breið í Tungusveit I Skagafirði 24.
ág. 1869.
21. Jónas P. Eyjólfsson í Wynyard, Sask. sonur hjónanna Páls
Eyjólfssonar og Jónínar Jónasdóttur. Fædd á Stuðlum f
Reyðarfirði 21. sept. 1888.
28. Sigurður Jónsson Axdal bóndi í Wynyard, Sask. Foreldrar
Jón Jónsson Bergþórssonar og Sigríður Halldórsdóttir.
Fæddur á öxará í pingeyjarsýslu 30. okt. 1852. Fluttist
hingað til lands 1890.
MARZ 1927.
6. Jón Gíslason Reykdal í Blaine, Wash.; fluttist hingað til
lands 1881; ættaður úr Mýras. og þar fæddur 21. ág. 1852.