Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Blaðsíða 31
ALMANAK 1916
23
endurfæóst í höndum Matthíasar, fjöldinn lét sér
naumast til hugar koma aS þaS væri erlend ljóS.
ÞaS var líka eins og íslendingar ætti efniS. FriS-
þjófssaga var bein af hennar beinum og hold af
hennar holdi. Skyldi Svíinn hafa skiliS ljóS Tegnérs
eins vel og fslendingurinn ? Sænsk alþýSa naumast.
Hvergi á NorSurlöndum ætla eg,aS FriSþjófssaga hafi
orSiS alþýSubók í sama skilningi og áíslandi, þar sem
hver vinnumaSur og vinnukona lærSi ljóSin og söng
hvert í kapp viS annaS. Svíinn kendi landanum um
leið aS syngja og hafi hann þökk fyrir ; þar er hann
meistarinn á NorSurlöndum og jafnvel þó víðar
væri leitað. En hve oft' sem Fribþjófur og
Björn hefir veriS sungið og hve oft sem þaS
kann enn aS verSa, ræður það eigi svo litlu,
aS þjóS vor verSur var viS tungutak síra Matth-
íasar; þaS er hann sem á orSin íslenzku og hreimur-
inn þeirra gengur til hjartans. SkáldiS gat naumast
veriS hepnara í vali með fyrstu tilraun til aS þýSa.
ÞaS var eins og hann þegar meS henni flygi upp í fang
þjóSar sinnar. Ekki náðu hin frumortu söguljóS
skáldsins annarri eins hylli : Grettisljó8. Þó hrjóta
þar neistar svo aS segja í hverju spori. En Matthías
er fyrst og fremst lýriskt skáld. Þeirri gáfu er hann
gæddur meS afbrigSum. En í henni felst sú takmark-
an, aS fæst lýrisk skáld skapa samfeld söguljóS, eða
hetjuljóS, er steypt sé svo í einu móti, aS heildin hrífi
hugann og hetjumyndin komi fram meS glöggum og
sérkennilegum ummerkjum. Svo eru líka sögur vor-
ar sjálfar svo mikil listaverk og hafa grafist svo djúpt
í huga þjóSar vorrar, aS torvelt er aS umskapa þær
í annaS listaverk, er taki hinu fyrra fram. En mik-
ill visdómur er víSa í GrettisljóSum og sjaldan hefir
andi skáldsins tekiS jafn-sterklega á að flétta inn djúp-
ar og skáldlegar hugmyndir og þar. Glíman milli