Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Page 49
ALMANAK 1916
41
Regn af algeims augnahárum—
Ofan þaSan grátiS var,
ReiSarslögin lundinn lustu,
Lauftrén öll hin hæstu brustu
Sem þar væru vonir dauSra
Veg aS rySja' á Sandy Bar,
RySja leiðir lífi og heiSri
Landnemanna á Sandy Bar.
Vonir dána mikilmagnans
Mega færa áfram vagn hans,
Verða’ að liði, vera gagn hans,
Vísa mörgum í hans far.
Rætast þær í heilum huga
Hvers eins manns er vildi duga
Og nú kendur er viS landnám,
Alt í kringum Sandy Bar,
Hefir lagt sér leiS aS marki
Landnemanna á Sandy Bar.
Hafin verk og hálfnuS talin
Helgast þeim sem féllu í valinn.
—Grasnál upp ineS oddinn kallinn
Óx, ef henni leyft þaS var,
En þess merki í broddi bar hún
Bitru frosti stýfS, aS var hún.
Mér fanst græna grasið kaliS
Gróa kringum Sandy Bar
GrasiS kalið ilma, anga
Alt, í kringum Sandy Bar.