Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Blaðsíða 59
ALMANAK 1916
51
er orsökin án vafa heilnæmi loftsins, sem þar er í svo
ríkum mæli, með vatnið á aðra hönd og jurtalíf skógarins
á hina. Þessi öldruðu heiðurshjón sem búin eru að
strita og stríða þarna í Platatungu meir enn þriðjung úr
öld, sýnast geta bætt við sig 25 árum enn, svo vel liafa
þau haldið sér, eins og myndin af þeim sýnir, sem hér er
sýnd og mun tekin af þeim í kringum fimtíu ára hjóna-
bandsafmæli þeirra. Er það dóttir þeirra, sem heima er,
sem að baki þeirra stendur. Er Sigurbjörn 74 ára og
konan litlu yngri.
JÓHANNES MAGNÚSSON
er fæddur í Arnarbæii á
Fellsströnd í Dalasýslu 10.
ap. 1852. Foreldrar hans voiu
Magnús, Magnússon, Ólafs-
sonar, Hallssonar, og Guð-
rún Jónsdóttir, og allan
sinn búskap áttu heima í
Arnarbæli. Þogar Jóhann-
es var 6 ára, misti hann for-
cldra sína og réðst þá tii
fósturs lijá Jóhannesi Bær-
ingssyni á Breiðabólstað á
Fellsströndinni og þar
dvaldi Jóhannes þartil 1872,
að hann fór til Stykkis-
hólms og þaðan tveim árum
iiðnum, 1874, til Yestur-
heims. 1 Ontario var Jó-
hannes fyrsta árið hér f
landinu og síðan fluttist
hann til Nýja íslands 1875
og tók heimilisrétt á landi
í Ái'nesbygðinni um leið og það var fáanlegt. Bygði hús á
landi sínu í janúar 1876 og nefndi bújörð sína Dögurðar-
nes og hefir aldrei þaðan farið.