Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Qupperneq 60
52
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Jóhannes er tvígiftur, hét fyrri konan Kristín Jó-
hannesdóttir, Bæringssonar, sem áður er nefndur og
lézt hún eftir stutta samhúð. í annað sinn, 9. júní 1885,
gekk hann að eiga Kristínu, dóttur Sigurhjörns Hali-
grímssonar og önnu Sigfúsdóttur í Flatatungu. Eina
dóttur á hann eftir fyrra hjónaband, Kristínu að nafni,
gift hérlendum manni, George Zchre, húsett í Banda-
ríkjum. Með síðari konu sinni hefir hann átt 16 hörn
og lifa 13 af beim. Eru þrjár dætur giftar: Anna kona
Sigurpálma Jóhannssonar á Bólstað í Yíðirneshygð;
Guðrún, gift Ásm. Goodmanson við Poplar Park, og
Sigurhjörg, gift Alhert Berry Robertson við Ashern, Man.
í föðurgarði eru 3 dætur ungar og 8 synir, sérlega mann-
vænlegur hópur.
Jóhannes Magnússon hefir verið einn með helztu for-
vígismönnum þar í héraði síðan Nýja-ísland hygðist. Yar
hann einn af fimm, sem kosinn var fyrsta veturinn í
“bæjarnefndina” á Gimli, til að veita málum manna for-
stöðu; hinir voru Ólafur ólafsson (frá Espihóli) Eriðjón
Priðriksson, Jakoh Jónsson (frá Munkaþverá) og John
Taylor. Svo var hann hygðarstjóri 2—3 árin síðustu, sem
nýlenduráðið var við líði og Islendingar réðu sjálfir sín-
um sérmálum. Eftir að sveitin var löggilt var Jóhannes
tíu ár oddviti Gimli-sveitar og í sjö ár skrifari og féhirðir
sveitarjnnar og er mælt að hann liafi leyst þau störf
prýðilega af hendi, enda skortir hann eigi hæfileikann
til þess, því hann er skynsamur maður í hctra iagi og
vel að sér um margt, skemtinn í viðtali og fyndinn; skrif-
ar ágæta rithönd meðal annars. I-Iann er fremur stór
maður vexti og sópar heilmikið að honum og ekki ólíkur
í sjón og maður getur hugsað sér að verið hefðu íslenzku
goðarnir í gamla daga. Eftirsjá er að því, að eigi var til
Ijósmynd af Kristínu konu Jóliannesar, svo mynd af
lienni hefði orðið hirt liér við lilið bónda hennar. Sagði
hún mér, að hún hefði aldrei fengist til að koma nálægt
ijósmyndavéi og því væri engin mynd til. Er hún kona
vel gefin og mun óvíða finnast jafn myndarleg og hraust-
leg sextán barna, móðir, sem húsfreyjan á Dögurðarnesi.