Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Síða 62
54
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
úr ísafjarðarsýslu. Þau fimm ár, sem hann lifði hér 1
landi, átti hann heima á Mountain, N. Dak. Þau eignuð-
ust tvo sonu, Martein Friðrik og lCarl Yictor, sem nú eru
báðir uppkomnir menn.
Guðlaugur mun góð sex fet á liæð og hinn karlmann-
legasti til burða; hann er einn þessara sjálfmentuðu
fræðimanna, einkar gætinn og spakur í tali, og hinn
vandaðasti í öllu dagfari. Má hér tilfæra tvö lýsingarorð,
sem dr. Jón heitinn Bjarnason viðhafði um Guölaug-,
að hann væri “valinkunnur fræðimaður.” Hér áður fyrr
skrifaði Guðlaugur í Lögberg, ýmist undir sínu eigin
nafni eða gerfinafninu “Ný-lslendingur,” var hann þá að
halda uppi vörn fyrir Nýja-ísland, gegn árásum ýmsra
í Heimskringlu á nýlenduna. Hélt liann því fram að
nýlendan ætti mikla og góða framtíð fyrir hendi og er það
nú að rætast. í almanaki þessu fyrir árið 1899 skrifaði
Guðlaugur um “Landnám Islendinga í Nýja íslandi.” Er
það ágrip vel og vandlega af hendi leyst og það eina á-
byggilega af sögu Nýja-íslands, sem ritað hefir verið til
þessa.
JÓHANN V. JÓNSSON
fæddur 1852 á Jódísarstöðum á Staðarbygð f Eyjafirði.
Voru foreldrar hans Jón Jóhannesson og Bergþóra Sig-
urðardóttir Randverssonar frá Leyningi í Eyjafirði fram.
Kona Jóhanns heitir Sigríður ólafsdóttir, smiðs frá Gilsá
í sömu 'sveit. Foi;eldrar Jóhanns bjuggu lengi á Torfufelli
1 Eyjafirði, en fluttu þaðan að Nýjabæ í Austurdal í
Skagafirði og þaðan tóku þau sig upp og fluttust til Vest-
urheims 1874. Eylgdist Jóhann með þeim og var þá
kvæntur Sigríði, sem áður er getið. 1 Ontario dvöldu þau
fyrsta árið og fóru þaðan að Gimli liaustinu eftir. Jóhann
nam land tvær mílur suður af Gimli og nefndi að Bólstað
og bjó þar um tuttugu ár; tók síðan annað land vestar
i bygðinni og býr þar nú og kallar Breiðabólstað. Sjö
börn eignuðust þau, en lifa þrjú, ein dóttir og tveir synir: