Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Blaðsíða 63
AI.MANAK 1916
55
Jón Ólafur, kvæntur Oddfríði Sveinsdóttur og býr á
Bólstað. María gift Sigurði Einarssyni og Sigurpálmi,
kvæntur önnu Jóhannesdóttur frá Dögurðarnesi.
Elzti sonur þeirra Jóhanns og Sigríðar, Jón ólafur,
mun fyrsti íslendingur fæddur í Nýja-ísiandi—mátti heita
að hann fæddist ]rar í fjöruborðinu eftir að á land var
stígið. Var um móðurina búið í tjaldi úr vísunda húð-
um, og hlynt að eftir föngum. Sagði konan mér að frosið
hefði þó í kringum sig í tjaldinu og fent inn á fletið.
Eáum dögum eftir að á iand kom, lagðist að vetur með
hríðar og hörkur og lagði þá Winnijiegvatn fyrir lok
október, sem það aldrei hefir gert síðan.
Þreytuleg komu þessi hjón mér fyrir sjónir og báru
andlitin vott um söguna gömlu: strit, stríð og sorg, enda
hafa þau eigi farið varhluta af erviðleikunum, sem frum-
býlingarnir áttu og eiga enn við að etja. Það glaðnaði
yfir þeim, þegar talið barst heim í Eyjafjörð og um ætt-
ingjana þar, einkum lýsti sú ánægjan sér lijá konunni,
og fanst mér heimþráin vera enn heit, eins og víða verður
vart, einkum lijá þeim, sem þroskaðir yfirgáfu fósturjörð-
ina og lífið hefir eigi leikið við.
FLÓVENT JÓNSSON
var einn í hópi þeirra fyrstu, sem til Nýja-fsiands kom;
er hann fæddur á Skriðuiandi í Möðruvallasókn í Eyja-
firði 12. júlí, 1839. Voru foreldrar hans Jón Elóventsson
og Steinunn Guðmundsdóttir er þar bjuggu allan sinn
búskap og var Elóvent hjá þeim þar tii þau létust 1 des.
1871.
Tuttugu ára gamall fór Elóvent í hákarlalegur og
síðan á hverju ári eftir það, meðan hann var á Islandi.
Vorið 1872 kvæntist Flóvent Bergrósu Jónsdóttui' frá
Eéeggstöðum í Iiörgárdal og tók Skriðuland, en árið eftir
1873 fluttust þau vestur um haf. Nam hann land við
íslendingafljót og nefndi Skriðuiand og bjó þar, þar til