Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Síða 65
ALMANAK 1916
57
BENIDIKT ARASON
er fædduv að Stóru Völlum
í Bárðardal 14 otkóber 1837.
Faðir lians var Ari Vigfús-
son bóndi að Hamri, en
móðir Ara, kona Vigfúsar,
var Guðrún Ásmundsdóttir
Skútustöðum við Mývatn.
Móðir Benidikts, kona Ara
var Guðrún Árnadóttir frá
Davíðssonar á Stóru Völl-
um í Bárðardal. . Móðlr
Guðrúnar, kona Ásmundar,
var Guðný Jónsdóttir frá
Mýri í Bárðardal. Bróðir
Benidikts var Skapti heit-
in Arason, sem lézt í Argyle
1903. Benidikt ólst upp hjá
stjúpföður móður sinnar,
Benidikt Indriðasyni á
Stóru-Völlum til 15 ára ald-
urs, en fór bá til foreidra
sinna að Hamri í Laxárdal og var hjá þeim meðan þau
lifðu.
Haustið 1866 gekk Benidikt að eiga Sigurveigu Jónas-
dóttur og bjuggu þau á Hamri þangað til árið 1874 að þau
fluttu hingað vestur, með gufuskipinu Patrick, er þá
flutti vesturfaia frá íslandi beina leið. Voru í þeim hópi
um 350 manns og voru túlkar á skipinu, þeir Prímann B.
Anderson og Benidikt Einarsson, sem nú er læknir 1
Chicago, báðir tungumála menn miklir. Eftir að til
Canada kom dvaldist Benidikt í Kinmount í Ontario,
þar til í september árinu eftir að hann fór í fyrsta hóp
num til Nýja-íslands. Nam hann land átta mílur suður
af Gimli og nefndi á Völlum og bjó þar um 4 ár. En eftir