Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Side 68
60
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
ur”: hafi fengið það nafn vegna almenns skurðar á Norð-
urlandi í vetrarlokin.
Þá voru sumarpáskar, og á laugardaginn fyrir páska
er skorið í húsunum og kasað, menn vildu ekki láta féð
svelta yfir hátíðina.
Eg hefi góð gögn um tíðarfar í dagbók föður míns.
Allan marz og fram að páskadegi 24. apríl, er veðurlýsing-
in stöðugt þannig: “Iðulaus norðan stórhríð og harka”
—“norðan helja og hríð”—“austan bruna gola”—“stál-
harka”—“jarðlaust”.
Þessi sjö vikna fasta var hér á Suðurlandi kölluð
“harða fasta”.
Ekki finn eg nein merki þess í dagbókinni, að féð
hafi verið skorið í Höfðahverfi. Tvent minnir þó á hey-
skortinn. Segir miðvikudaginn fyrir skírdag, er um leið
var sumardagurinn fyrsti: “sótt liey að Nesi”, og á laug-
ardaginn fyrir páska: “fóru piltar 3 að ná kvisti fram í
skóg”.
Svo rennur upp páskadagurinn með “gott veður og
sólskin”, og 2. í páskum: “sólbráð--farnir að koma upp
hnjótar til fjalls”.
3?að kemur heim við sögu Hermanns, að féð, sem lífinu
fékk að halda, hafi þá verið stutt út á börð, sem upp
komu, og hafi flestalt það féð komist af. Jörðin græn
undan fönninni.
Merkur veðurspámaður var þá inni í Eyjafirði, seldi
hann almanök með veðurspám. Lét hann batna vel og
eðiilega með vorkomunni f jafndrægrum, en þá versnaði
fyrst til fulls. Yoru veðurspár þessar negldar á stöð 1
bæjardyrum í Laufási, öilum til ílits.
Nesheyið var borgað með sex hestum um sumarið.
En oft heyrði eg föður minn óska þess við Einar Ásmund-
son, að heyfátt yrði einu sinni í Nesi, en nógu að miðla
fyrir ofan ána, svo að ekki stæði upp á.
Allar bygðir norðanlands hafa borið menjar þessa
voða veturs, en liarðast hafa orðið úti uppsveitirnar, þar
sem most var treyst beitinni, og þar á nú sagan upptök
sín.