Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Síða 69
ALMANAK 1916
61
Þingeyingar eru bókamenn, og allvíða var þar á
bæjum liið velsamda rit Sigurðar Breiðfjörðs: “Frá Græn-
landi”. Lesa menn þar um góða iandkosti. Rís nú sú
alda þar um uppsveitir, að þangað sé að flýja úr vetrar-
fárinu íslcnr.ka. Eru taldir helztu hvatamenn þessa
ráðs, Halldór hreppstjóri á Bjarnastöðum, er mikið átti
undir ®ér, og Bárðdælir og Mývetningar eru margir af
komnir, og Jónas Hallgrímsson smiður, faðir Hermanns
frá Þingeyrum. Bjó hann í Víðikeri harða vorið, og misti
þá bústofn sinn og fluttist í Mývatnssveit, og var búlaus
úr því, enda smiður góður.
Kom nú svo iangt, að fundur var ráðinn að Einars-
stöðum í Reykjadai, að ræða um Grænlandsferðina. Var
nú landnámshugur mikill í mönnum, að endurreisa hina
fornu íslandsbygð á Grænlandi.
Einar í Nesi sækir fundinn. Það var fyrsta búskap-
arár Tryggva Gunnarssonar á Hallgilsstöðum, og gisti
Einar þar í báðum leiðum. Hann var íbygginn, og lét
ekkert uppi á norðurleið, en á heimleiðinni hafði hann
mikið af fundinum að segja.
Einar var maður margfróður og víðlesinn, sem kunn-
ugt er. Hann hafði þá eittlivað fengist við tungu Portú-
galsmanna og um leið fengið kynni af Brasilíu. Nú kem-
ur hann á þennan Einarsstaðafund með sögu og fróðleik
um Grænland, og sýnir fundarmönnum fram á það með
viti og hægð, hve fráleitt sé 'að flytja úr köldu landi í enn
kaldara land. Og það mátti segja um komu Einars á
fundinn, að hann “kom, sá og sigraði”. Brasilía varð
fyrirheitna iandið úr því, en hætt var að hugsa um
Grænland.
Einar var sjálfkjörinn forgöngumaður þessa nýja ráðs,
og meðal annars var treyst á málakunnáttu hans. Segir
Iiermann mér, að síra Jón Austmann, prestur þeirra
Bráðdæla hafi verið annar mestur forgöngumaður.
Nú kemst á Brasilíufélag í sýslunni og ganga í það
um 200 manns, og er alt það ifólk ráðið til farar. Um
margt þurfti að spyrja og dróst í tímann. Hafa mestar
þær skriftir auðvitað lent á Einari. Ráðlegast þótti að
gera út mann til að kynnast staðháttum og velja ný-