Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Qupperneq 78
70
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
í áttina til prestsins hvort heldur hann var fyrir altarinu
eða í prédikunarstólnum. Svo var og venja að lúta höfði
hegar Jesús var nefndur, hæði við húslestur og í kirkjunni
en hennan sið hafði mest gamalt fólk en als ekki yngri
kynslóðin.
Þegar og kom fyrst að Grenjaðarstað 9 ára gamall, var
afi minn séra Jón svo frískur, að liann reið í kaupstaðinn
einu sinni á ári, og hogar liann reið úr hlaði tók hann
ofan höfuðfatið og las bæn, sem sjálfsagt var lengi siður
á íslandi ef til viil kominn frá Hallgrími Péturssyni, sem
segir í sínum dýrmætu jiassíusálmum: “Bænarlaus aldrei
byrjuð sé” o.s.frv.; hó veit eg auðvitað ekkert hvað jiessi
siður er gamafl, og nú líklega að mestu leyti lagður niður
á ísfandi nema að sjómenn kunni að hafa hann enn.
Á Seyðisfirði sungu Færeyingar hegar hoir létu frá landi
og A'ar ]>að mjög svo einmanalegt gaul, sem fýsti ]mng-
lyndi og undirgefni um leið. íslendingar vissi eg ekki til
að hefðu um hönd nokkurt gott orð, hegar heir lögðu út,
en hað má vel liafa verið fyrir hví; hað var há siður að
fara mjög í felur með trú sína og jafnvel skammast sín
fyrir liana.
Jólahaldið á Grenjaðarstað.
Ekki má eg gleyma að minnast á Jólahaldið á Gren-
jaðarstað. Það var venja flests af vinufólkinu og okkar
systkinanna, að leggja saman og kaupa sælgæti úr kaup-
staðnum, svo sem kaffi, sykur, brauð eða hveiti til að
baka úr og 2 til 3 potta af rommi eða koníaki. Var há
slegið upp dansleik og jólaleikjum. Fólkið var nógu
margt til að mynda góða skemtun, sem öllum kom saman
um, enda gekk ait með friði og spekt og enginn neytti
víns um of, l>ví milli 'svo margra var að skipta. Vana-
legast var hessi skemtun höfð um hönd milli jóla og
nýárs og oft á gamalárskvöld. Stundum var boðið fólki
af öðrum bæjum sem voru góðir kunningjar einhvers á
Grenjaðarstað, og jók ])að enn meira í jólaskemtunina.
Ýmsir spiluðu fyrir dansinum og vóru hrjú hljóðfæri:
fíólín, harmonika og flauta. Aldrei var hó spilað saman