Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Page 84
76
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
stjórna, og er það þess vegna undravert, að hún komst
svo áfram með börnin sín mörg og smá, er fyrra manns
hennar misti við og sýnir það, að mönnum hefir þar
skjátlast. Yinföst var hún og mjög.
Margir eru nýbyggjarnir íslenzku. Margir, sem að
aldrei sjá árangur verka sinna, og margar eru konur ])ær,
sem að aldrei mun getið af því að þær voru konur, en þó
héldu þær við þeim arineldi, sem alla vermdi og án þeirra
hefði verkið verið naumast hálíunnið.
Ein af þessum konum var Þuríður Sveinsdóttir. Hún
vissi livað nýiendulífið var, því að hún reyndi það tvisvar.
Marga gladdi hún á þeim tíma. Margir voru það, sem bar
að garði hennar í öll þau ár, og úr þörfum þeirra allra
reyndi hún að bæta eftir föngum.
En árangur verka sinna fékk hún ekki að sjá til
fulinustu. Þó að börnin hennar, sem eru bæði væn og
myndarleg, væru henni til sannrar ánægju, og hjá þeim
undi hún sér bezt. En nú, er þau gátu endurgoldið
lienni, þá var hún frá þeim tekin.
Vinur hinnar látnu.