Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Blaðsíða 89
ALMANAK 1916
81
EINAR HERMANN JOHNSON
er fæddur á Hermundarfelli
í Þistilfirði í Norður Þing-
eyjarsýsiu ó íslandi, 2. des-
ember 1854. Faðir hans var
•Tón bóndi og hreppstjóri
Einarsson, dáin 20. ágúst
1865, Gíslasonar skólds,
Benediktssonar, Þorstéins-
sonar sem lengi bjó í Laxár-
dal í sömu sveit og sýslu, á
fyrri hluta hinnar nítjándu
aldar; en Benedikt, Gísli
Einar og Jón, bjuggu allir
á Hermundarfelli, hver fram
af öðrum, og voru taldir
nýtir og gagnlegir menn 1
mannfélaginu, ])ó litlar færu
sögur af þeim, utan Gísla:
hans var víða getið, og við
liann, af orðspori kannast
óefað margir vorra eldri
manna, ]iví iengi voru til,
og eru líklega en, vísur og kveðlingar eftir hann, þó ekkert
af því tagi, verði tilfært hér.
Jón, faðir Einars var á sinni tíð, orðlagður dugnaðar
og merkismaður; búhöldur góður, og besti smiður, bæði
á tré og járn, og talinn mikið vel að sér í öllum almenn-
um fræðum. Kona hans hét Ingun Guðmundsdóttir;
dáin 10. desember 1901, Þorsteinssonar á Hafurstöðum,
Þorsteinssonar á Sjóarlandi, Guðmundssonar á Hallgils-
stöðum á Langanesi, Þorsteinssonar í Eagradal í Vopna-
firði í Norðurmúlasýslu, mesta hraustmennis að burð-
um, Styrbjörnssonar bónda á Ketilstöðum í Jökulsár-
hlíð, hins mesta garps og mikilmennis; hans er víða getið