Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1916, Side 90
82
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
í sögum og æfintýrum, og talinn ættfaðir stórrar og merkar
kynslóðar í því héraði.
Jón og Ingun foreldrar Einars voru systrabörn; Lilja
móðir Jóns, og Rósa móðir Ingunnar, voru dætur Péturs
Hanskamakara; og bjó hann eittsinni á ísólfsstöðum á
Tjörnnesi; faðir Jónasar Péturssonar er alment var kall-
aður “Jónas snikkari,” faðir Jóhanns Gottfreðs bónda er
lézt í Pipestone nýlendu í Manitoba, Er ætt sú lítt kunn.
En á hina hliðina, föðurætt Ingunar móður Einars, segja
ættfróðir menn að megi rekja til Ólöfar ríku Loftsdóttir
á Skarði — dáin 1484.—Hún átti Björn Riddara Þorleifs-
son, af Vatnsfjarðarætt; og eru það 16 liðir.
Einar ólst upp á Hermundarfelli, fyrst með föður og
móður, og síðan með stjúpföður, Ólafi Gíslasyni og móðir
sinni, þar til árið 1870, að sú familía flutti að Brimnesi á
Langanesi; þar var hann í þrjú ár. Árið 1873, fór hann
sem vinnumaður til Björns bónda Björnssonar í Laxár-
dal í Þistilfirði og dvaldi þar um þriggja ára tíma. En
þaðan fluttist hann að Bakka á Langanesströndum, til
Lárusar bónda Guðmundssonar, sem var Húnvetningur
að ætt, en kona hans hét Kristbjörg, Jónsdóttir, Gísla-
sonar skálds Benidiktssonar, sem hér að framan er getið.
Voru þau því náskyld, Einar og kona Lárusar.
Um vorið 1877, lenti Einar austur í Vopnafjörð og var
þar eitt ár, á bæ sem heitir Hámundarstaðir, fór svo
aftur að Bakka til Lárusar, og átti þar heimili, þar til
liann fór til Ameríku, 1. júlí 1879. Gekk ferðin greitt, og
án nokkurra sérlegra viðburða vestur um hafið, og lenti
hann, og þeir sem með honum voru, nær 250 að tölu, í
Quebec 19. júlí. Þaðan var haldið til Toronto, og þar
skildi Einar við samferðafólk sitt.
Prá Toronto fór Einar til Alvinston, og settist þar að
fyrir tíma, hjá Jónasi frænda sínum, sem flutt hafði vest-
ur fyrir nokkrum árum — fór 1874. Jónas þessi frændi
hans var Jónatliansson, bónda Þorkelssonar frá Elauta-
felli í Þistilfirði. Móðir Jónasar hét Guðlaug Jónsdóttir
systir Kristbjargar á Bakka, svo þeir Einar og Jónas voru
það sem vanaloga er kailað þrímenningar.
Einar dvaldi svo um nokkurra ára tíma á ýmsum