Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Side 38
32
OLAFUR S. THORGEIRSSON
1 niíSurröÖun efnisins mun eg meira binda mig viÖ
afstöðu býla en áldur þeirra, því á sama tíma hefir
verið bygt á löndum með margra mílna millibili og
ómögulegt að fylgja aldursröðinni nákvæmlega. Þó
bygðin í röð 1 8 sé lítið eitt eldri en í röð 17 og 16,
byrja eg þar. Bygðin þar í heild sinni ekki með meiri
frumbýlings blæ en austar. Og með hliðsjón af
landabréfum, finst mér eðlilegast að byrja að norðan.
All-stórt svæði hér vestan við röð 1 7, var opnað
til landnáms fyrir Þjóðverja eina. En náttúran setti
takmörk þeirrar nýlendu vestar, með vík suðvestur
úr enda Big Quill Lake, og mýrar flóa. Svo röð 18
bygðist ekki. Og árið 1905 var land þar opnað til
almenns innflutnings. Og skömmu eftir að hægt var
að taka þar land, fóru nokkrir íslendingar frá Argyle-
bygðinni þangað í landaleit. Árni Stefánsson, sem
síðar er nefndur, skoðaði landið fyrstur Islendinga í
Tsp. 3 1, R. 1 8, en var sama dag á landskrifstofunni í
Yorkton og þeir Tryggvi Friðriksson, Jón B. Jónsson
og S. S. Anderson. Jón valdi þá lönd fyrir sig, Krist-
ján bróður sinn og Indriða G. Skordal, en Tryggvi
fyrir sig, Karl son sinn, Hermann Isfeld og Hallgrím
Jósafatsson, í Tp. 32, R. 18. Árni Stefánsson tók
lönd fyrir þá feðga o. fl. í Tp. 3 1, R. 1 8, og kring um
þá varð nokkuð annara þjóða manna. En við land-
nám þeirra máganna, Jóns og Tryggva, tóku nokkrir
Argyle-búar lönd litlu síðar. Og þar varð miðstöð
íslenzku bygðarinnar vestan við Kandahar. Hafði
það áhrif á sveitarbrag, eða félagslíf á þessu svæði,
að meira en helmingur landnemanna var frá Argyle-
bygð. Menn orðið samhentari, mestu kraftarnir orðið
að meira liði. Kapp, ráðdeild og atorka einstakra
manna verkar út frá sér, ekki síður en geispinn. Og
fyrsta þeirra manna, sem hafa haft hér áhrif til fram-
sóknar, má telja þá Jón Guðnason og Jón B. Jónsson.
Báðir komu hingað bilaðir á heilsu, en með framsókn-
arþrá og félagsanda, sem vakti hug og verkfýsi.