Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Blaðsíða 65
ALMANAK 1919
59
Páll FritSbjarnarson Bjömssonar frá Fornhaga í
FyjafiarÖarsýslu tók s.a. 22, 1906 eÖa 7; þaÖ land
seldi hann SigurÖi Magnússyni og fluttist til Mountain,
N.-Dak; þar dó hann 1914.
Ingvar Óiafsson. Hann er sonur Ólafs Ögmunds-
sonar og Arndísar SigurÖardóttur, sem lengi bjuggu á
Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd, í Gullbringusýslu;
en bæÖi voru þau ættuÖ úr Árnessýslu, hann frá Bílds-
felli í Grafningi og hún frá Gröf í Grímsnesi. Til Ame-
ríku fluttist Ingvar 1887 með Jóni Ögmundssyni, frá
Bíldsfelli, föÖurbróður sínum. Tvö fyrstu árin var
hann í Þingvalla-nýlendu, svo á ýmsum stöðum við
bændavinnu og fiskiveiðar, þangað til hann fluttist til
Foam Lake 1903, settist þar að og fékst við búskap og
verzlun í Wadena. Árið 1905 tók hann n.a. ]/^, 22-
31-18; 1908 byrjaði hann timburverzlun í Foam Lake.
Nú hefir Ingvar keypt 23-32-1 7 í félagi við Jóhann B.
Jósefsson og Eirík Halldórsson, verkfæra kaupmann í
Kandahar. Þeir hafa brotið landið og bygt íbúðarhús
á n.v. Ya- — Kona Ingvars heitir Elín, dóttir Jóns
Sturlusonar, sem fyr er nefndur. Þau eiga dóttur, sem
heitir Thelma. Ingvar er stórhuga fyrirhyggju og dugn-
aðarmaður; kona hans þrifnaðar og myndar kona.
Steingrímur Jónsson. Faðir hans var Jón Rögn-
valdsson, Ólafssonar og Guðleifar Ólafsdóttur. En
móðir Steingríms er Guðný Hallgrímsdóttir, Gott-
skálkssonar og Guðrúnar Árnadóttur á Garðsá í Eyja-
fjarðarsýslu- Lengst bjuggu þau Jón og Guðný á Leifs-
stöðum í Kaupangssveit. En 1883 fluttust þau að Mýri
í Bárðardal, með Steingrím son sinn 10 ára; þá var
Kristjana dóttir þeirra gift Jóni Jónssyni þar. Árið
1889 fluttust þau þaðan til Kanada og settust að í
Þingvalla-nýlendunni. Þá voru þau þar, Jóhann G.
"Thorgeirsson og Hallfríður dóttir þeirra (við verzlun í
Churchbridge). E'ftir 6 ár fluttust þau þaðan á land,
sem Steingrímur keypti skamt frá Winnipeg. Hinn 1 9.