Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1919, Page 85
ALMANAK 1919
79
í marz 1910 og fluttu þangaS þaS vor; rekur Torfi þá
verzlun nú einn.
Foreldrar Torfa voru Steinn Steinsen, síðast prest-
ur aS Árnesi í Strandasýslu, og Vilhelmína Katrín,
fædd Bjerring. Torfi Steinsson fór frá íslandi 1888,
o£ kom til Winnipeg 2. ágúst þaS ár. Um 1890 fór
hann til Argyle-bygSar; þar kvongaSist hann í nóv.
1896 og keypti land og bjó þar nokkur ár. ÁriS 1909
seldi hann bú sitt og settist aS viS verzlun í Glenboro.
Kona Torfa er Pálína Kristrún Jónsdóttir Hjálmars-
sonar, Kristjánssonar í Krossdal, Jónssonar, Halldórs-
sonar á Mýri. Kona Hjálmars hét Sigurbjörg Þor-
grímsdóttir. Kona Jóns Hjálmarssonar er Anna, dótt-
ir Kristjáns SigurSssonar og Krstínar Kristjánsdóttur í
Krossdal. Þau Jón og Anna fóru frá Sandvík í BárS-
ardal 1883, til Argyle-bygSar, og bjuggu þar mörg ár.
Nú eru þau hjá börnum sínum í Kandahar. Börn
þeirra, auk Pálínu, eru: Björn, skóla-umsjónarmaSur
(inspector) í Wynyard; Kristján, hveitikaupmaSur í
Kandahar, sem fyr er nefndur. Kona hans er Finna
Margrét, dóttir Vigfúsar GuSmundssonar pófasts
á MelstaS í MiSfirSi og Oddnýjar Ólafsdóttur Jóns-
sonar dannebrogsmanns á SveinsstöSum. Son eiga
þau, sem heitir Jón Kristján. FjórSa barn Jóns
Hjálmarssonar og Önnu er Björg, kona Vilhelms Jóns-
sonar, Árnasonar og GuSrúnar fyrri konu Jóns, sem
lengi hefir búiS í grend viS Glenboro. Þau Vilhelm
búa í Kandahar. Tvær dætur eiga þau, sem heita:
GuSrún og Kristín Pálína. — Þau Tórfi Steinsson og
Pálína eiga sex börn, sem heita: Steinn Vilhelm, Jón
Bertel, Skapti, Björn, Edvard og Anna. — Torfi er út-
skrifaSur af gagngfræSaskólanum á MöSruvöllum í
Hörgárdal og er því maSur vel aS sér um margt.
Þess var getiS aS Björn Björnsson hafi verzlun í
Dafoe. Þykir því rétt aS geta þess líka, aS mágur hans,
Jóhann Svanberg Sveinsson, Kristjánssonar, er líka
búsettur í Dafoe og selur aldini og fleira. Hann tók
s.v. '/4, 30-32-15 nál. 1905; þaS land seldi hann og