Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 23
25
kringum Eyford og Garðar. Höfðu þeir f'arið austur
tiil Kitson County í Minnesota og víðar, en engin
lönd fundið, sem þeim líkaði, en brátt heyrðu 'þeir
getið um norðurför þeirra Árnanna og sendu Pá!
Tómasson til að leita frétta hjá iþeim. í júlímánuði
fdru svo þessir menn norðvestur frá Garðar að
skoða lönd: Jónatan J. Líndal, Jónatan Jónatans-
son, Snorri Kristjánsson og Sigmundur Laxdal. Fóru
þeir einnig á fund Holo, og leiðbeindi hann þeim
sem bezt hann gat. Leizt þeim allvel á landið og
ákvað Jónatan Líndal að. reyna að festa sér (þa?
land ef hægt væri. Síðar þetta sama sumar skoð-
uðu þessir menn lönd þar: Árni Tómasson og Páli
bróðir hans, Jóhann Einarsson og Stefán Guð-
mundsson. Svo leið fram að hausti að ekkert gerðist
með að slá lausum þessum landeignum.
Það haust fór Gísli (síðar Dr. Gíslason) brcðir
Þorsteins bil Winnipeg að stunda skólanám, og vai
hann beðinn að hafa vakandi auga á gerðum þeirra
á landskrifstofunni, og láta þá vita í tæka tíð, ef
losnaði um löndin og gerði hann það.
Samkvæmt þágildandi lögum, gat einn tekið
lönd fyrir marga með því að borga 10 dali fyrir
hvern heimilisrétt og festa þannig landið. Annatími
var 'þá mikill og peningar af skornum skamti. Fengu
þeir Hallson og Akra búar Jón S. Gillis til að fara
til Winnipeg og festa þeim löndin og fórst hon-um
það vel úr hendi. Tók hann lönd fyrir eftirfylgjandí
menn: Sæunni Þorsteinsdóttur Gíslason, Þorsteiin J.
Gíslason (Gísli bróðir hans tók einnig land), Ólaf
Árnason og Áma son hans, Árna Ámason og Árna
son hans, Sigfús Gillis, Árna Gillis og sjálfan sig og
Svein Árnason. Einnig tóku lönd þeir Árni Sigurðs
son og Gunnlaugur sonur hans.
Garðar-menn fengu Jón Laxdal til að fara til
Winnipeg fyrir sína hönd þá um haustið og festi