Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 27
29
að í grend við Hallson, N. D., á landi er faðir lians
keypti og dvaldi þar með föður sínum unz hann dó
1893. Eftir lát föður síns tók hann við búsfor'ráð-
um með móður sinni (sem fyr segir)- Eftir stuttan
Þorsteinn J. Gíslason
Lovísa Jónsdóttir
tíma seldu þau landið og settust að í Hallson og þar
dvöldu þau þar til árið 1899, að þau fluttu hingað í
bygð. Bygði Þorsteinn fyrsta kofann á ofangreindu
landi, og síðar aðal bygginguna á landi móður sinn-
ar og þar bjuggu þau í sameiningu ásamt öðrum
systkynum Þorsteins, er þá voru ógift. Tvo vetur
stundaði Þorsteinn skólanám á verzlunarskóla í
Grand Forks. Árið 1909 keypti Þorsteinn verzlun-
arbúð Jósteins Halldórssonar og byrjaði að verzla,
en hafði heimili hjá móður sinni. Sama ár keypti
hann S.A. % S. 22 og bygði þar búð og settist þar
að, ásamt móður sinni. Við póstafgreiðslunni tók
hann næsta ár. Árið 1916 gekk Þorsteinn að eiga
Lovísu Jónsdóttir Þorlákssonar, bróðurdóttir séra
Steingríms Þorlákssonar. Bjuggu þau hjón ao
Brown pósthúsi þar til Þorsteinn seldi verzlanina og
byggingar allar, ásamt spildu af landi, enskum
manni, árið 1927. EfUr það ferðuðust þau hjón