Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 28
30
vestur að hafi og hingað aftur næsta ár. Og bygði
þá Þorsteinn sér heimili norður á sama landi er þa.i
áður höfðu búið á. Og hafa búið Iþar síðan. Eru
þau afar vel kynt hjón, atorkusöm og hjálpsöm.
Kona hans var útlærð hjúkrunarkona og hefir oft
verið leitað til hennar í sjúkdómstilfellum og telur
hún aldrei eftir sér hjálp sína í þeim efnum. Hún
er kona greind og vel að sér yfirleitt, sönghneigð
og söngfróð og hefir mörgum gefið tilsögn í slag-
hörpu spili (Piano). Þorsteinn er maður vel gefinn
og vel að sér og ram-íslenzkur í anda, vel máli far-
inn og skemtilegur í tali. — Þau hjón eru svo sam
gróin íslenzku félagslífi hér að naumast er hægt að
hugsa sér áframhald þess ef þeirra misti við. Engin
börn hafa iþau eignast Þorst. og Lovísa en dreng
hafa þau alið upp, Lárus Sigurð að nafni, er hann
fæddur 23. jan. 1924, tóku þau hann í maí 1929.
Landnemi S.A. % S. 3, 1-6
Dr. Gísli J. Gíslason
Gísli var fæddur 21.
jan. 1877 í Flatatungu i
Skagafjarðarsýslu. For-
eldrar hans Jón Gíslason
Stefánssonar og kona
hans Sæunn Þorsteins-
dóttir. Ólst Gísli upp með
foreldrum sínuim og ílutt-
ist með 'þeim vestur um
haf árið 1883. Föður sinn
misti Gísli 1893. Eftir
það dvaldi liann hjá móð-
ur sinni og systkynum.
Naut hann barnaskóla-
náms á Hallson. Haustið
1897 innritaðist hann við
Wlesley Coll. í Wpeg., en
vann jafnan í skólafríinu
heima. Árið 1908 setti hann rétt á ofangreint land,
Dr. Gísli J. Gíslason