Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Side 29
31
og kom hingað í bygð næsta vor og hafði heimili hjá
móður sinni og vann á landinu, og einnig kendi
hann á barnaskóla hér í bygðinni. Haustið 1900
innritaðist hann við Illinois Medical College í Chi-
cago og útskriíáðist þaðan árið 1904. Eftir það
settist hann að í !Grand Forks, N. D., og stundaði
lækningar. Til frekara náms sigldi hann þrívegis
til Norðurálfunnar. Fékk hann brátt álit, sem góð-
ur læknir, er fór stöðugt vaxandi. íslenzkri þjóð
og tungu unni hann mjög. Frá unga aldri féksi
hann við Ijóðagerð; hin eldri ljóð hans voru á ís-
lenzku en þau yngri á ensku og birtust þau mörg
í hérlendum tímaritum og á íslandi. Hinn 24. okt.
1917 gekk hann að eiga Esther Marie Sólveigu
Elizabeth, dóttur séra Hans Thorgrímsens. Gísli
andaðist 3. jan. 1933. Féll þar í valinn einn af hin-
um mikilhæfu máttarstoðum vors fámenna íslenzka
þjóðflokks í Vesturheimi.
Landnemi N.A. ^ S. 4, 1-6
Árni Árnason og Árni Stefán sonur hans
Landnemi S.V. % S. 2.
Árni mun hafa verið fæddur í kringum 1850 á
Bakka í Vallhólmi í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar
hans voru Árni bóndi Gísiason, hreppstjóra á Ás-
geirsbrekku Árnasonar og íyrri kona hans, Guð-
björg Gísladóttir Jónssonar prests að Hólum í
Hjaltadal. Foreldrar Gísla prests voru Jón biskup
Teitsson og Margrét Finnsdóttir, biskups í Skálholti.
Móðir Guðbjargar var Ingigerður Halldórsdóttir
Hjálmssonar, “Conrectors” við Hólaskóla. Árið
1875 gekk Árni að eiga Valgerði Pétursdóttir frá
Seilu á Langholti. Foreldrar hennar voru Pétur
bóndi Jónsson, Magnússonar prests í Glaumbæ í
Skagafirði og konu hans: Margrétar Sveinbjörnsd.
Þau Árni og Valgerður bjuggu um skeið í Vallholti,
og síðar að Löngumýri í Hólmi. Og þaðan fluttu
þau vestur um haf árið 1883 ásamt börnum sínum.