Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Side 31
33
sonar frá Skriðulandi í Reykjahverfi. Móðir Bjarg-
ar var Ingibjörg Þórðardóttir. Þau Ágúst og Björg
bjuggu síðast á Þverá í Öxnadal og Iþaðan fluttu 'þau
vestur um haf ásamt börnum sínum tveimur, Jóni
og Ingibjörgu, (eitt varð eftir ihjá afa sínum, drengur
Axel að nafni og fluttist með honum vestur í Skaga-
fjörð. (Koim síðar vestur um haf árið 1900 og sett-
ist að hjá foreldrum sínum hér). Árið 1887 settust
þau að í Garðarbygð, N. D. Pyrst voru jþau hjá Jóni
Bergman, bróður Bjargar. Þar í grend keypti
Ágúst rétt á landi af jnnlendum manni og fluttu þau
á það næsta ár. (íHeimilisréttarland). Þar bjuggu
þau tólf ár unz að Ágúst seldi landið og flutti á ofan-
greint land er hann tck með heimilisrétti, sem fyr
segir og bjó liér í sjö ár, eða til 1907. Börnin voru
Öll uppkomin er þau fluttu hingað, og varð það
dugnaðar- og myndarfólk og var því afkoman góð.
Árið 1907 brugðu þau hjón búi og seldu hér eignir
sínar og fluttu til Vatnabygða; þar höfðu þá synir
þeirra, Jón og Axel tekið lönd 4 árum áður með
heimilisrétti og nýlega bygt á þeim. Settust þau
Ágúst og Björg að hjá Jóni og voru á hans vegum
til dauðadags; Björg andaðist 11. ág. 1913 en Ágúst
17. nóv. 1928. Pimm börn eignuðust þau hjón, þar
af dóu tvö í æsku, en þrjú eru á lífi, sem fyr segir:
1. Jón Egill, ógiftur, bóndi í grend við Elfros, Sask.;
2. Ingibjörg Petrea, ekkja eftir Vigfús Magnúsron,
býr með bömum sínum í grend við Jón bróður sinn;
3. Axel Guðni, giftur Camelíu McNab, býr með Jóni
bróður sínum.
Landnemi N.A. % S. 1, 1-6
Páll Tómasson
Páll er fæddur á Þúfnavöllum í Hörgárdal 1.
feb. 1877. Hann er sonur T. Jóhannssonar og
Guðrúnar Árnadóttir konu hans (sem getið er hér
að framan) og ólst þar upp með foreldrum sínum,
og flutti vestur um thaf með þeim sem fyr segir