Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 41
43
þátt jafnan og börn þeirra. Börn þeirra hjóna voru:
1. Árni (fyrnefndur, síðar getið nánar); 2. Sigurður
Ragnar, (síðar getið); 3. Salóme; 4. Gísli; 5. Halldór
Benedikt; 6. Valdimar Jóhannes; 7. Sigríður; 8.
Ingvar Marinó; 9. Vil'hjálmur Eggert; flest gift og
búsett hér. Verður 'þeirra getið nánar síðar. Nú
eru þau hjón ól. og Ragnheiður bæði dáin, Ó1 and
aðist árið 1917. Eftir það bjó Ragnheiður með
Iþeim af börnum sínum er þá voru ógift og heima,
á gamla heimlinu þar til hún andaðist 1923. Nú
búa þar tveir yngstu synir þeirra hjóna: Ingvar
Marinó, ógiftur, og Vilihjálnmr Eggert, giftur Rann-
veigu Jónsdóttir (landnema hér) Gillis og eiga þau
einn son, Guömund að nafni.
Landnemi N.A. S. 9, 1-6
Árni ólafsson
Arni var fæddur 20. sept. 1879 á Löngumýri í
Vallhólmi í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru
Ólafur Árnason og Ósk Ragnheiður Sigurðardóttir,
(sjáþátt Ólafs Ámasonar). Árni ólst upp með for
eldrum sínum og fluttist með þeim til N. Da., árið
1887 og svo þaðan hingað árið 1899, sem fyr segiv
og setti heimilisrétt á ofangreint land en dvaldi með
foreldrum sínum. Árið 1906 gekk hann að eiga
ísfoldu bróður og fósturdóttur Sigurjóns Bergvins-
sonar. Um það leyti seldi Árni heimilisréttarlandið
föður sínum, en keypti austur helming S. 1, 1-6 og
síðar fleiri lönd, og þar bjuggu þau hjón rausnarbúi
til dauðadag, er bar að á voveiflegan hátt, þ. 6. jan.
1936, er hús Iþeirra brann af völdum gasolín spreng-
ingar og þau Ihjónin og 4 böm 'þeirra er heima voru
stórsköðuðust svo að þau Árni og ísfold ásamt Önnu
dóttur sinni, dóu af brunasárum innan 15. kl.st. á
spítala í Morden. Árni og ísfold voru mestu
rausnar- og myndarhjón í hvívetna. Alstaðar bæt-
andi og óþrotleg að 'hjálpa, hver sem í hlut átti, sí-
starfandi í öllum félagsmálum, enda er þar stórt