Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 49
51
til að 'verða góðir bændur og hafa þegar fest sér
lönd til ábúðar við Ashern Point en ekki er enn
fullvíst um eignarrétt þeirra á þeim. 'Guðbergur
hefir eignast lönd í þessari bygð og verður hans
síðar getið.
Eyjólfur Erlendsson, bróðir framantaldra
bræðra, fluttist Vestur með Guðjóni eins og áður er
er getið. Skömmu síðar giftist hann Sigrúnu Guð-
mundsdóttur frá Bóli í Biskupstungum. Móðir
hennar hét María, en ekki er mér kunnugt um ætt
hennar. Þau hjónin eru nú bæði dáin. Eyjólfur
nam ekki land, en settist að á S.E. 25-25-11 og bjó
þar noikkur ár. Eftir lát hans tók ekkja hans rétt á
bví landi, og giftist síðar Árna Bjömssyni og verður
hans getið síðar. Börn Sigrúnar og Eyjólfs eru:
Guðfinna Margi’ét, gift Óla Aifred í Chicago, og Er-
lendur, sem nú býr í tvíbýli við stjúpföður sinn.
Hann er giftur konu af hérlendum ættum.
Árni Björnsson er fæddur 7. jan. 1870 í Hellu-
dal í Biskupstungum. Faðir hans var Björn Björns-
Fon. bcndi þar, en flutti síðar að Galtalæk í sömu
sveit. Þar ólst Árni upp til 22 ára aldurs. Móðir
Árna hét Margrét Guðmundsdóttir frá Króki í
Biskupstungum. Árni fluttist vestur uni haf 1902.
Settist fyrst að í Winnipeg og var þar tvö ár. Síðan
fór hann norður að Nan-ows við Manitoba-vatn, og
var har á ýmsum stöðum þar til 1907 að hann
veiktist og fór þá til Winnipeg til lækninga, og var
þar undir læknishendi í tvö ár. í þessa bygð kom
bann 1909 og kvæntist ári síðar Sigrúnu, ekfcju
Eyjólfs Erlendssonar, sem getið er hér að framan
Hann nam land á 27-25-11 og býr á því ásamt iandi
konu sinnar. Auk þess hefir hann fceypt 4 lönd,
sem hann hefir til afnota. Árni er búmaður góður
og dugnaðarmaður með afbrigðum. Hefir honum
bví farnast vel þrátt fyrir mikið hjúahald og til-
kostnað.