Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 50
52
Guðmundur Kjartansson var fæddur á Dýra-
stöðum í Mýrasýslu 4. nóv. 1862. Foreldrar hans
voru Kjartan Einarsson frá Steinum í Staifholts-
tungu og Guðbjörg Benediktsdóttir Þórðarsonar
prests í Hvammi í Norðurárdal. Guðmundur kvænt-
ist 1894 Petrínu Sign'ði Ingimarsdóttur frá Hlíð í
Mýrasýslu. Þau fluttu vestur um liaf árið 1900 orr
dvöldu fyi’ir austan vatn við Narrows iþar til 1909 að
þau tóku land á S.W. 25-25-11, þar sem nú er
Reykjavíkur póststöð. Guðmundur er nú dáinn, en
ekkja hans býr þar góðu búi með sonurn sínum
Guðmundur var hæglátur maður, en starfsemur og
manra vinsælastur, en lét lítt til sín taka utan-
heimilis. Ekkja hans er dugnaðarkona og ve'
greind. Böm iþeirra eru: Kjartan Ingvar, sem nú er
póstafgreiðslumaður að Reykjavík; Marta, giP
norskum manni í Woodlands; Ragnhildur, gift Guð-
mund: Ólafssyni, bónda í Reykjavíkur-bygð; Sig-
urður, giftur Margréti Guðjónsdóttur Erlendssonar.
og verður þeirra síðar getið; Margrét, gift norskum
manni er Larson heitir, og dvelja þau hjá móðu-
hennar.
Árni Pálsson er einn af fyrstu landnemum í
þessari bygð. Hann er fæddur á Hvoli í Borgar-
firði eystra 17. jan. 1878. Faðir hans var Páll Sig-
fússon bóndi þar, en móðir hans var Guðrún Árna-
dóttir Jónssonar frá Gilsárvöllum í sömu sveit. —
Hann fluttist vestur með foreldrum sínum 1888 og
bjuggu þau fyrstu 5 árin í Geysir-bygð í Nýja-ís-
landi, og nefndu heimili sitt Vallanes, en ekki mun
Páll hafa tekið eignarrétt á því landi. Þaðan fluttu
þau til Winnipeg og þar ólst Ámi upp til fullorðins-
ára. Þar kvæntist hann Margréti Erlendsdóttur.
systur þeirra bræðra, sem áður er getið. Skömmu
síðar fluttist hann norður til þeirra bræðra konu
sinnar, og tók land í austurhelmingi af 12-25-11, og
bjó þar nokkur ár. 1904 flutti hann aftur til Winni-
peg og setti þar upp kúabú, og græddist þar vel fé.