Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Qupperneq 57
59
Þorsteinssonar firá Þyrli á Álftanesi. Hann var hálf-
bróðir Árna prests á Kálfatjörn Þorsteinssonar. —
Móðir Jóns var Sigríður Jónsdóttir frá Elliðakoti í
Mosfellssveit. Hún var systir Páls vegfræðings og
þeirra systkyna. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum
í Reykjavik þar til hann var 14 ára, þá fór hann að
Höfnum í Húnavatnsisýslu, og var þar 5 ár. Þaðan
fór hann afitur bi! Reykjiavíkur og lærði iþar jám-
sniíði. Vestur um haf fluttist hann 1911, og vann
í Winnipeg á sumrum, en við fiskiveiðar á vetrum
fyrstu 3 árin, á Manitoba-vatni. Hann kvæntist
1915 Margréti Ingimundardóttur, þess er getið er í
fyrsta kafla í iþáttum þessum. Hún er fædd 5. júlí
1890. Jón nam land á N.W. 21-25-11 og bjó þar 5
ár, en stundaði þó jafnframt járnsmíðd. Þá seldi
hann land sitt, Einari mági sínum og flutti suður
til Big Point, og stundaði þar járnsmíði nokkur ár.
Þaðan flutti hann til Steep Rock og vinnurþar aðal-
lega við smíðar hjá námufélaginu, en hefir þó keypt
þar land og hefir nokkra gripi. Jón er þrekmaður
og dugnaðarmaður mesti, og hefir farnast vel. Börn
þeima eru: Ingimundur Guðjón, Valdimar, Páll og
Jón Marinó.
Bræður tveir, Þorvaldur og Benedikt Kristjáns-
synir, ættaðir úr Vopnafiirði, settust að í bygð þess-
ari með liinum fyrstu landnemum, og bjuggu þar
nokkur ár, en ekki munu þeir hafa tekið eignarrétt
á löndum. Þeir eru nú báðir fluttir burtu og hefi
eg engar áreiðanlegar fregnir fengið af þeim eða
börnum þeirra.
Erlendur Þórðarson, hálfbróðir þeirra Guðjóns
og Ingimundar kom að heiman með Guðjóni. Hann
kvæntist Vilborgu Gísladóttur Jónssonar frá Hofi
í Öræfum í Skaptafellssýslu, en lézt skömmu síðar.
Ekkja hans tók land á þessum stöðvum, en ekki veit
eg um tölur á því. Valdimar Ágústsson er giftur
Margréti dóttur hennar, og mun hann hafa sezt að
á því landi.