Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Qupperneq 58
60
III. Þáttur ■— Wapah-pósthérað
Ragnar Jón Johnson er fæddur á Eskifirði 9.
feb. 1887. Faðir lians er 'Gísli Jónsson, sem fyrrum
var veitingamaður á Eskifirði, en faðir Gísla var Jón
hreppstjóri og Dbr.m. í Bygðairholti í Lóni Jónsson-
ar prests á Kálfafellsstað. Móðir Gísla var Ragn'-
heiður Gísladóttir, bónda á Lóni, Arnarsonar prests,
Gíslasonar á Kálfaíellsstað. Kona Gísla, móðir
Ragnars, var Sólrún Árnadóttir bónda í Stóru-
Breiðuvík í Reykjarfirði. Ragnar fluttist vestur um
haf með foreldrum sínum 1903. í>au dvöldu fyrst 2
ár í bænum Gladstone, en f-luttu þaðan í Siglunes-
bygð, og bjuggu Iþar á leigulöndum í tvö ár. Þaðan
flutti Gísli með sonum sínum vestur fyrir Manitoba-
vatn, og tóku þe:r land Iþar sem nú kallast Wapah-
pósthérað. Gísli nam land á S.W. 18-24-10, en
Ragnar á N. E. á sömu seotion. Þeir feðgar bjuggu
þar fyrst nokkur ár félagsbúi, en síðan hefi-r Ragnar
búið þar einn. Hann hefir keypt t"vö lönd þar í
nágrenninu og hefir stórt gripabú, en stundar þó
jafnframt fiskiveiðar og gripaverzlun. Kona hans
er Margrét fædd 29. okt. 1891. Faðir hennar var
Ögmundur Hansson, en móðir hennar Sigríður Er-
lendsdóttir, systur þeirra bræðra Erlendssona, sem
getið er í fyrsta þætti hér að framan. Börn þeirra
eru: Guðlaug, Sólrún, Ágúst og Sigurður. Börn
Gísla auk Ragnars eru: Gísli, gistihússeigandi við
námurnar á Gypsumville, giftur hérlendri konu.
Árni, stundar fiskiveiðar á Manitoba-vatni og Ragn-
hildur, gift Stefáni Guttormssyni frá Krossavík, land-
mælingamanni í Winnipeg. Þeir feðgar munu hafa
verið fyrstir landnámsmenn af íslendingum á þes-s-
um stöðvum, en nokkrir franskir landnemar voru
fluttir þangað áður. Landirými er þar lítið, og gat
því ekki orðið þar fjölmenn bygð. Þó var þar bygð-
ur skóli fyrir nokkrum árum og stofnað pósthérað
og símstöð, og hefir Ragnar umsjón á hvorttveggju,
enda hefir hann unnið mest að framförum í bygð-
inni, og mun þess síðar getið.