Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Blaðsíða 62
64
áður var. Akuryrkja er ekki teljandi í Iþessari bygð,
en garðrækt er talsverð á hverju heámili. Landrými
er ekki nærri nóg í iþessari bygð á löndum bænda
hafa þeir því leigt allmikið land hjá stjórninni, sem
ekki er talið byggilegt, fyrir beitiland handa hjörð-
um sínum, en surnt til heyskapar. Eru þeir þvi
allvel settór með landrými fyrst um sinn.
Men ningarmál.
Því má nærri geta að erfitt var um framfarir
og félagsskap í jafn fámennri og dreifðri bygð, sem
þessi var. Þó réðist furðanlega fram úr því. Þrír aí
frumbyggjum bygðarinnar voru mikilhæfir fram-
faramenn. Má þar fyrstan telja Guðjón Erlends-
son, sem bæði var óvanalega vel mentaður af
ólærðum manni, og jafnframt búmaður góður. Það
mátti líka kalla að hann væri sjálfkjöninn sveitar
höfðingi meðan hans naut við, þótt hann sæktist
ekki eftir virðingarstöðum. Til hans voru öll ráð
sótt, ef vandræði bar að höndum; og þótt hann
væri ekki ætíð frumkvöðull að umbótum, þá var
hann ætíð sá sem athugaði hvað ráðlegast væri, og
kom á skipulagi. Einnig voru þeir Ingimundur
bróöjr hans og Ágúst Jcjnsson istófhuga (fram-
kvæmdamenn og félagslyndir. Þessir þrír menn
voru því um langt skeið athafnamestu menn bygð-
arinnar, og mátti þakka forgöngu þeirra flest sem til
framfara liorfði. Nú eru tveir þeirra látnir fyrir
mörgum árum, og Ingimundur fluttur burtu. Það
er því verkefni hinna yngni manna að halda í
horfinu. Eitt af því fyrsta sem gert var til menning-
arbóta, var að koma á barnakenslu. Fyrst var ráð
inn ikennari, og kostuðu bændur hann að öllu leyti
sjálf'ir, og skiptust á að halda hann í heimahúsum
Það var fyrst 1910 að skóli var bygður, og fullkom-
ið skólahald komst á. Sama ár var stofnað pósthér-
að og nefnt Reykjavík.
Lestrarfélag var stofnað þar 1912 fyrir for