Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 64
66
en iþað er aðallega barnaskólinn, pósthúsið og sím-
inn. Frönsku bændurnir hafa lifað nokkuð útaf
fyrir sig, og hafa lítinn þátt tekið í félagslífi bygð-
arinnar. Ragnár er framfaramaður mikill, vel viti
borinn og drengur góður. Hann hefir bygt vel upp
heimili sitt og komið upp góðum gripastofni af
hreinu kyni. Hann tóik mikinn iþátt í félagsskap
Reykjavíkurbúa fyr á árum, og svo mun enn veröí
þegar líf færist í þann félagsskap að nýju.
C. Asham Point pósthérað
Um Iþá bygð er fátt að segja því Iþar hefir engin
festa komist á bygð íslendinga, vegna burtflutninga
og fámennis. En fyrrum meðan bygðin var fjöl-
mennari voru þeir að mestu leyti í félagsskap með
Reykvíkingum, þó er iþar barnaskóli og pósthús
starfrækt, en útlendingar munu vera þar í stórum
meirihluta, svo Íslendinga gætir lítið.
Engin sveitarstjórn er í bygðum þessum og
tefur það mjög framfarir að ýmsu leyti, og sérstak-
lega vegagerð. Þó hefir fylkfestjórnin stundum
lagt nokikurt fé til vegabóta í þessum sveitum. Þar
á móti hafa verið þar léttari útgjöld á bændum, þeg-
ar aðeins hefir þurft að kosta skólana. Og ekki
hyggja bændur gott til að lenda í sveitarfélagi með
hérlendum mönnum, því þeir verða þá afskektir og
mundu hafa lítil ráð í stjóm sveitarinnar.
Það hefiir reynst mér öruðgra en eg hugði að
semja þessa þætti, mest fyrir það hvað tregt 'hefir
gengið að fá áreiðanlegar upplýsingar. Mega 'hlut-
aðeigendur þar í mörgum tilfellum sjálfum sér um
kenna. Það xn|á þv{ vel vera að eitthvað sé hér
rangthermt. Vil eg því biðja þá, sem betur þekkja.
að senda mér allar þær leiðréttingar sem þeir geta
í té látið, skal eg þá sjá um að slífcar leiðréttingar
verði birtar í næsta árg. almanaksins.