Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 74
76
Foam Lake, en vann hjá Gísla Bíldfell fyrsta vetur
inn; um 4 ára bil var hann í bygðinni, mest á landi
sínu, vann sér eignarréttinn og bjó einbúa lífi. Fé
laus kom hann til bygðarinnar og fremur heilsu-
veill og átti fremur erfitt
uppdráttar. Fór hann nú
til Winnipeg og vann
næstu árin hjá Guðjóni
Thomas, gullsmið í Win-
nipeg. 1911 flutti hann
til Glenboro, keypti þar
gullsmíða verzlun og
hefir hann rekið þá starf-
semi síðan, gekk honum
vel og græddi fé :og varð
efnamaöur, en nokkuö
hefir gengið af honum
eins og öðrum á undan-
förnum erfiðleika árum,
en móðinn hefir hann
ekki imist, þó móti hafi
blásið stundum. Árið 1921 giftist hann Brynjólf-
nýju Ásmundardóttir Sigurðssonar frá Katastöð-
um í Núpasveft og konu hans Ingibjargar Jósefs-
dóttir, er hún fríð kona og ágætis húsfreyja, eiga
þau þrjú mannvænleg börn: 1. Margrétu, 2. Guð
mundur og 3. Níels. Dr. Níels Lambertsen, læknir
í Winnipeg á fyrstu árum var hálfbróðir Guðm. Var
hann hæfileikamaður. Systur eina á hann, heitir
Kristín, gift Þorleifii Hansson (frá Akureyri) tré
smið í Winnipeg. Guðm. hefir tekið góðan þátt í
félagsmálum ísl. í Glenboro, hefir hann setið lengst
í safnaðamáði Glenboro-safnaðar, og lengi verið
skrifari hans, heflir styrkt allan félagsskap vel með
fjárframlögum og viturlegum ráðum. Snyrtimaður
er hann í allri framkomu, lista leturgrafari, greind-
ur og vel hagorður. Guðm. hefir verið æfintýra-
maður, heflir margs freistað og mörg jám haft í
eldinum, sem hafa veitt honum bæði skaða og á-
Gut5mundur Lambertsen