Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 79
81
1888, voru því með fyrstu íslendingum er bygð
stofnuðu hér. Sveinn stundaði járnsmíði í Glen-
boro, hann var hagleiiiksmaður til handa og verk-
maður góður. Land keypti hann í Argyle-bygðinni
og stundaði búskap, jafnframt sinni handiðn í
nokkur ár og farnaðist honum vel. 1896 seldi íhann
járnsmíðaverkstæði sitt Jóni Gíslasyni (Gillis) frá
Hróarsholti í Árnessýslu, sem lærði járnsmíði hon
um samtíða hjá Birni Hjaltsted. Um þetta leyti
skildu þau Sveinn og Kristín, varð hún eftir í Glen-
boro og dó hún hér fyrir mörgum árum; tvö börn
áttu tau: Þórarinn, er hann giftur hérlendri konu og
býr í Winnipeg og Sigríði konu Davíðs Goodman er
leng' stundaði gullsmíði í Treherne, Man. Á hún
nú heima í Winnipeg, en hann stundar iðn sína í
Grandview, Man. Prá Glenboro fór Sveinn til Marsh-
land en nokkru síðar til Charelswood í útjaðri Win-
nipegborgar og hefir verði þar síðan, stundað þar
trésmíði og búskap, hefir hann búið með ráðskonu,
Gróu Jónasdóttir, hafa þau átt saman tvö börn Ed-
ward og Lilju að nafni. Sveinn er meðalmaður á
vöxt, knár og harðskeyttur, hann ber sinn aldur
prýðilega, eru á honum lítil ellimörk að sjá þótt
orðinn sé hann hálf áttræður.
ívar Björnsson, bróðir Sveins er fæddur 1866 í
Skjaldakoti á Vatnsleysuströnd. Hann kom tii
Glenboro um 1893 og var hér fram um aldamót —
flutti þá til Big Point-bygðar við Manitoba-vatn, nam
þar land, en flutti síðar til Langruth og var þar til
1936, að hann flutti til Winnipeg. Kom hann m|eð
heitmey sína frá íslandi, önnu Valtýsdóttir, systir
Helga Valtýssonar kennara og rithöfundar og gift-
ust þau hér stuttu eftir hingaðkomu þeirra. Þau
hafa verið vel metin hjón, er þeirra getið í sögu-
ýætti Big Point-bygðar, vísa eg til hennar (sjá Alm
O. S. Th. 1927 bls. 46, eftir Halldór Daníelsson).
Björn Guðnason, faðir þeirra bræðra Sveins og fvars
frá Vogum f Gullbr.sýslu., kom vestur um 1900 og