Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 80
82
var hér í Glenboro fram að 1906, flutti iþá til Vatna-
bygða, nam þar land. Hann var tvígiftur, fyrri
kona hans var Margrét ívarsdóttir frá Skjaldakoti á
Vatnsleysuströnd, en síðari konan var Sigríður
Þórðardóttir frá Brattsholti í Plóa. (Vísa eg til
sögu þáttar Björns í sögu Vatnabygða, Alm. 0. S.
Th. 1919, bls. 48. eftir Jón Jónsson frá Mýri.)
Pétur Erlendsson. — Pæddur í Hlíðarhúsum
við Djúpavog á Berufirði 1870. Vann á Djúpavog
og við sjómensku áður en hann fór til V.heims
1889. Staðnæmdist í Winnipeg, vann um sumarið á
járnbraut. Við uppskeruvinnu haustið 1890 hjá
Carberry. Að lokinni vertíð gekk hann suður í
Argyle-bygðina, 40 mílur og ílengdist þar. Vann
fyrst hér og þar hjá bændum, keypti land nálægt
Belmont 1896 og bjó þar til 1907, fultti þá til Bei-
mont, en skömmu síðar tii Glenboro og var þar til
vorsins 1911. Fluttist þá til Winnipeg og hefir dval-
ið þar síðan. Vann fyrst við byggingavinnu en
síðar lengi hjá félagi, sem verzlar með kol og við.
Pétur giftist 1897 Kristínu Jónsdóttir Þórðarsonar,
bónda í ArgyleHþygð og konu hans Guðrúnu Jónas-
dóttir, hún er fædd í Dala'sýslu 1875. Kristín var
skólakennari. áður en hún giftist, greind og væn
kona. Poreldrar Péturs voru Brlendur ErlendsSon
og Guðleif Pétursdóttir, var hún ættuð úr Skafta-
fellssýslu . Litlu eftir að þau komu vestur dó hún f
Winnipeg enn hann í Argyle-.bygð. Pétur er flug-
gáfaður meður að náttúrufari og vel lesinn, hefir
látið of lítið á sér bera, hann er mesta prúðmenni
Kona hans er mesta f jörkona, glaðlynd og bjartsýn.
Pétur tók góðan þátt í félagsmálum íslendinga í
Glenboro, tók þátt í umræðum og flutti erindi á
mannfundum. Þau hjón hafa lesið mikið, hugsa og
tala um hinar torskildu ráðgátur lífsins'með góðum
skilningi. Börn eru: 1: Guðrún, ógift; 2. Guðný,
gift enskum; 3. Anna, ógift; 4. Emil, ógiftur; 5. Jón.
giftur enskri konu; 6. Magnús, ógiftur. Öll eru