Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Side 89
91
vakinn í svarta myrkri og vísað burt af bátnum og sá eg
kúffort mín standa bar við vöruhús. Mér var sagt þegar
eg fór frá Toronto að eg fengi frítt fæði á emigrantahús-
inu, þangað til eg fengi vinnu. Eg stóð þarna lengi, enn
enginn kom að vísa mér á verustað yfir nóttina, svo eg
rölti upp í bæinn og reyndi að gera mig skiljanlegan að
eg væri að leita að emigrantahúsinu. Þeir sem eg spurði
réðu í hvað eg meinti og vísuðu mér inn á braut, sem lá
út í skóg. Tvisvar lagði eg á stað út í skóginn, en sneri
aftur, hélt þeir kynnu að vera að senda mig þangað sem
væru viltir úlfar og Indíánar. Spurði eg þá þann þriðja
og vísaði hann mér sama veginn. Herti eg nú upp hug-
ann og kom fljótlega að húsi, sem stóð við vatnið, sátu
þar gömul hjón utan við húsið og spyr eg að eimigranta-
húsinu og vísuðu þau mér inn, var það tómt með upp-
hækkuðum pöllum með báðum hliðum, þar var eg um
nóttina á berum fjölunum með jakkann minn undir höfð-
inu. Um morguninn beið eg í húsinu í von um að fá
eitthvað að éta — hafði eg ekki smakkað mat frá því um
morguninn áður, en þar var enginn matur sjáanlegur.
Þaðan rölti eg inn í bæinn með tvö bréf sem eg var
beðinn að koma til skila í Roseau. Sýndi eg þau búðar-
þjón einum og þekti hann mennina og sagði þá vera
um sex mílur burtu. Var mér fylgt all-langt á veg og
síðan sagt til vegar, þar til eg sæi hús þegar komið væri
út úr skóginum og kom eg þar að húsi Baldvins Helga-
sonar, sem tekið hafði land á þeim slóðum. Hjá þeim
heiðurshjónum fekk eg að borða, hafði eg þá ekki
smakkað mat í tvo daga. Ekki voru mér þar gefnar
glæsilegar vonir um að fá vinnu. Að vísu var verið
að vinna þar á járnbraut níu mílur burtu og fór eg þang-
að eftir að eg hafði borðað; var þar um nóttina enn fekk
enga vinnu, fór svo til Baldvins aftur. Þá réðist eg í vist
til Asgeirs, sonar Baldvins Helgasonar í tvo mánuði fyrir
$4.00 um mánuðinn og fæði og tók eg því, því ekki var
annara úrkosta. Að þeim liðnum fór eg að vinna hjá
enskum bónda, en varð fyrir meiðsli og fekk ekkert í
aðra hönd. Um vorið þann vetur fór eg til Parry Sound,
þar voru miklar sögunarmylnur og fekk vinnu, var kaup-
ið $20.00 á mánuði og varð eg að fæða mig og klæða