Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 91
93
B. C. En Skálabrekku á eg ennþá. Þann vetur fór eg
norður á Hunters eyju, sem er um 220 milur norður frá
Vancouver. Voru þar þá um 15 landnemar ísl. og tók
eg þar heimilisréttariand. Fór eg þangóð að vorinu, en
kona mín og þörn voru í Vancouver á veturnar, því
enginn skóli var þá á eynni fyrir börnin. Arið 1921
fluttum við alfari frá Vancouver noiður á heimilis-
réttarland mitt, hafði eg þá bygt þar hús og gert þar
vistlegt. Það haust var þar bygður skóli en sá var
hængur á að hann var bygður 3 mílur frá mínu heimili
og varð eg að fara það sjóveg, því enginn vegur var á
landi þangað. Keypti eg þá hús og 18 ekrur af dönskum
manni, sem átti eignarrétt á þeim, fyrir $250.00, sem eg
á ennþá og einnig I 30 ekrur, sem eg vann heimilisrétt
á. Var eg sá eini af landnemunum. sem það gerði.
Hinir fluttu allir á burtu án þess að fá nokkuð fyrir verk
sín. Höfðu sumir búið þar í átta ár, komið þar upp góð-
um húsum og bygt skólahús.
Guðrún kona mín lézt 29. apríl 1932. (Æfiminning er
prentuð í Lögbergi 2 I. júlí 1932). Börn okkar eru sem
hér segir: 1. Halldóra May, gift manni af enskum ættum
og eiga 6 börn. 2._ Margrét Friðrika, gift hérlendum
manni, dáin 1926. Áttu 2 börn. 3. Daniel Eiríkur, B. A.
Útskrifaður 1931 frá háskólanum í Vancouver, B. C.
4. Eiríkur Valdimar, til heimilis í Ocean Falls, B. C. gift-
ur konu af kandiskum ættum. 5. Guðrún Kristbjörg, er
útlærð hjúkrunarkona. Gift hérlendum manni.
Þetta sem hér er fært í lettur, er gert vegna þess að
mín er hvergi getið í landnámssögu, sem enn hefir verið
skráð, en mér fanst eg eiga sama rétt og aðrir gamlir
landnemar, þó eg viti ekkert um ættartölu mína og geti
ekki rakið til konunga og hersa.
Svo vil eg minnast með fám orðum bróður míns, sem
hingað fluttist frá íslandi. Hét hann JÓSEP EÐVALD
JÓNSSON og kona hans Svanlaug Gunnarsdóttir, ættuð
úr Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu. Fluttust hingað frá
Skinnastöðum árið 1883. Eitt ár dvöldu þau í Ontario
en fluttust síðan til Norður Dakota. Tók bróðir minn