Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Síða 94
96
eftirað eg hafði sezt að í smábæ einuin norðarlega
hér í fylki, að eg fór sjálf-ur að fást við dýraveiðar.
Það var í ,þá daga engin bygð hvítra manna þar um
slóðir, en Indíánar sáust þar oft á ferð að sækja
veiði upp til fjalla, sem Iþar voru nálægt. Kyntist eg
þá einum þeirra. Hét sá Louis O’Soup. Kallaði eg
hann ætíð Lúa; varð mér strax starsýnt á þanii
mann; hann barþað með sér, að hann var af góðum
og hreinum kynstofni, enda höfðu forfeður hans
verið kappar miklir, “Braves”. Sjálfur var hann
ættarjöfur (chief), og réði öllum ráðum, meðai
sinna manna á því svæði. Hann var hár og itur-
vaxinn, nokkuð við aldur, en léttur og liðugur í öll-
um hreyfingum, sem ungur væri, kuldalegur vai
hann í viðmóti og með þóttasvip, sem þó fór honum
vel. Aidrei var hægt að sjá hvort honum líkaði
betur eða ver. Hann forðaðist að láta n-okkur merki
þar um -sjást. Hann talaði ensku ahvel en var fá
máll. Af viðskiftu-m við hvita men haíði hann orð-
ið tortrygginn, hafði líka til að vera nokkuð hrekkj-
óttur sjálfur í viöskiftum við (þá. F-anst mér oft
eftir niánari kynni af iþessum manni, að eg geta
lesið út úr svip hans hina raunalegu sögu Indíána
hér í landi, þessara náttúrunnar barna, sem frá
ómuna tíð höfðu reikað fram og aftur um sléttur
|þessa lands,. frjálsir eins og fjallagolan, en nú var
búið að króa af, marka bás, búnir að láta af hendi
öll sín óðul, og lifðu nú mest á því sem þeim var
skamtað úr hnefa af gæðum þeim, sem áður voru
öll þeirrn eign.
Þennan mann réði eg mér til fylgdar á fyrstu
veiðiferð minni. Umsamið var um kaup, þrjá dali á
dag, og vissi eg ekki betur en hann væri ánægður
með það kaup. í fyrstu snjóum um haustið lögð-
um við af stað upp til fjalla, þar sem hann átti veiði-
kofia, og hugði eg gott til veiða, því mikið var þai
af dýrum. Brátt varð eg samt fyrir vonbrigðum.
því í tvo daga vorum við að eltast við þau, en kom-
umst aldrei í færi við neitt þeirral Mig fór nú að