Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 96
98
honum, en því var ekki að fagna. Hann ypti bara
öxlum og sagði sitt vanalega “Hugh!!” En þegav
við vorum að flá dýrið, tók hann vandlega eftir því
hvar eg hafði hæft það, en þegar hann sá þar flar
eftir aðeins eina kúlu, þá glotti hann gríðarlega og
spurði mig með kaldhæðni Indíánans á hvað eg
hefði verið að skjóta öllum hinum skotunum. Hann
áleit það jafnan vott um heimsku hvítra manna að
vera að skjóta út í loftið. Oft gramdist mér við
þennan kaldhrynnir, en þótti þó vænt um hann og
því vænna, senr eg kyrrtist honunr betur. Hann varð
fyrir hörmulegu slysi nokkrn eftir Jþe'tta, varð fyrir
árekstri af járnbrautarlest og misti báða fætur upp
við hné; lifði þó nokkur ár við þau örkumsl hér í
Winnipeg og dó hér í borg. Eg heimsótti hann oft
á þeim árum, síðast skömmru áður en hann dó. —
Hann var þá orðinn bljúgur í lund eins og barn, og
reyndi ekki lengur að leyna gleði sinni yfir iþví, að
eg var kominn, sagðist hlakka mikið til að mæta
mér hinumegin og fara þar með mér á veiðar á hin-
um friðsælu veiðistöðvum góðra manna. Lúi tald-
ist að vísu kristinn maður, en í þungastraumum
þessa lífs, mun hann ihafa hallast að trú feðra
sinna, hefir þótt þar meina trausts að leita, eins og
landnema vorum í Eyjafirði.
Eg hefi verið nokkuð margorður um kynni
mín af þessurn Indíána, en eg gat ekki skrifað um
dýraveiðar án þess, þau viðkynni rifjuðust upp fyrir
mér, enda er mér ljúft að minnast hans, því eg fann
altaf betur og betur eftir því, sem eg kyntist honum
meir, að hann átti yfir miklu ástríki að búa undir
klakaibrynjunni, og tæki hann trygð við mann, var
hann Iþeim manni tryggur til dauða.
Stærsta skógardýr hér er Elks-dýrið, eða
Moose, eins og Indíánar nefna það, og er það nú
svo nefnt af öllum hér í landi. Það er mjög ólíkt
öðrum dýrum að útliti og ýmsum háttum. Það má