Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Qupperneq 99
10!
eitt dýr Iwerjum á ári og vissir dagar til þess út-
nefndir, vanalega sex dagar á haustin. Alla aðra
tíma árs eru þau friðuð. Má [því segja að dýraveið-
ar séu nú imeira stundaðar til gaanans en gagns; þó
er mikill fengur í vænu dýri, kjötið bragðgott og
holt, hornin eru hengd á veggi til prýðis og einnig
notuð til ýmsra smíða. Skinnin eru sútuð. iHafa
Indíánar sérstakt lag á að búa til úr þeim skófatn-
að og handvetti, einnig skjolföt af ýmsu tagi, oft
með útsaum og öðru skarti.
Reynt hefir verið að temja þessi dýr, taka þau
í búnaðinn, nota þau til keyrslu eins og Lappar gera
við hreinana, en slíkar tilraunir hafa algerlega mis-
hepnast, þau kunna ekki við sig í fasta vist. Eru
búnir að vera of lengi í laúsamenskunni. En samt,
held eg að orsökin til þess að þetta hefir mishepn-
ast, sé einkum sú, að menn hafa ekki lagt nóga
alúð við þau, því eflaust má temja þau eins og flest
önnur dýr, en slíkt verður ekki gert á stuttum tíma,
eða án mikillar fyrirhafnar.
Bogaveiðar
Menn sem stunda veiðar með dýrabogum, eru
hér í landi nefndir “trappers”. Það má svo segja
að þeir myndi sérstaka stétt í þjóðfélagi þessa lands.
er atvinna þeirra og vinnuaðferð mjög ólík flestum
atvinnugreinum, sem aðrir stunda.
Þessir menn eiga stóran og allmerkilegan þátt
í sögu Canada. Þeir voru brautryðjendurnir í þess-
orðs fylsta skilningi. Grávaran (Fur) var lengi
framan af einu auðæfin, sem hér þektust, og sem
reynt var að hagnýta og voru því loðdýraveiðar
(trapping) aðal atvinnan, sem þá var stunduð. Til
að ná í sem mest af þeirri vöru- seildust þessir
menn æ lengra og lengra út á við brutust áfram