Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1937, Page 101
103
úr veiði boga annars manns er höfuðsök, og dettur
engum í hug sem er með fullu viti, að fremja slíka
ósvinnu, því trappers, sem lögin setja, sjá einnig um
að þeim sé hlýtt. iSé á móti þeim brotið, fer hegn-
ingin einatt fram á skjótan og sviplegan hátt.
Eg hefi !því átt erfitt með að trúa kærum þeim,
sem sagt er að Indíánar þar norðurfrá hafi borið á
ógæfumanninn AJibert Johnson, sem sumir halda að
hafi verið íslendingur, nm að hann hafi tekið veiði
úr bogum þeirra. Útaf ákærum þeim kom það ó-
happ fyrir að hann var manni að bana og byrjaði sá
flóttinn og hinn grimmúðiegasti eltingarleikur, sem
sögur fara af. Lögreglan á hælum hans, með hrað-
skyttur og sporhunda; öll flutningstæki sem bezt
var hægt að nota, jafnvel flugvélar, og allan útbún-
að eftir því . Flóttamaðurinn einn síns liðs, klæð
lítill og vistalaus í vetrar grimdinni. iSamt toarðist
hann áfram svona útbúinn í marga daga og var
kominn nær landamærunum, þar sem hann hefði
verið u-m tíma óhultur, þegar hann hneig til jarðar.
Aldrei kom mál hans fyrir rétt. Hann dó og rétt
vísinni var fullnægt með dauða hans. Þegar eg
hugsa um þetta, detta mér í hug orð skáldsins, sem
hann kvað um Gretti, að “sekur er sá einn er tapar.”
Þegar ísa leysir af ám og vötnum, snúa trap-
pers til bygða með veiði sína. Er það oft kostugleg-
ur farmur sem þeir kom með úr óbygðunum og
hafi þeim hepnast að velja sér góðar veiðistöðvar.
er eftirtekjan oft mikil, oft næst því sem úr guli-
námu væri.
Margir munu líta svo á að æfi þessara manna
hljóti að vera aum og dapurleg þama út í óbygð-
unum. En slíkt er þó raunar alls ekki. Þeir eiga
of annríkt, hafa engan tíma afgangs til leiðinda.
Vonin um góðan hagnað af starfinu hleypir í þá
kappi og metnaði, sem ekkert á skilt við þunglyndið.